Keyrt var á gangandi vegfaranda á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Að sögn sjónarvotta er um að ræða unglingsstúlku sem var að fara yfir gangbraut á grænu ljósi.
Stúlkan var flutt burt í sjúkrabíl en að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins hlaut hún handleggsbrot og skrámur.