Anheuser-Busch eignast 20% í Icelandic Glacial Kristinn Hrafnsson skrifar 18. júlí 2007 12:52 Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial. Með samningnum tekur Anheuser-Busch einnig að sér að dreifa Icelandic Glacial um öll Bandaríkin, eins og Stöð 2 greindi frá í fréttum í gær. Tilkynnt var formlega um þennan samning nú í hádeginu í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna frá St. Louis og Þorlákshöfn. Verið er að hefja byggingu nýrrar átöppunarverksmiðju fyrir Icelandic Glacial nálægt Þorlákshöfn sem getur náð í áföngum allt að 250 milljón lítra afkastagetu á ári. Þessi samningur markar tímamót í útflutningi á íslensku drykkjarvatni enda tryggir hann greiðan aðgang að vaxandi og verðmætum markaði fyrir vatn í Bandaríkjunum. Sala á átöppuðu drykkjarvatni tókst um 9,5% á síðasta ári í Bandaríkjunum og var veltan meiri en 10 milljarðar bandaríkjadala eða 600 milljarðar króna. Helsta vörumerki Anheuser-Busch er Budweiser bjórinn og hefur fyrirtækið um það bil helmings markaðshlutdeild á Bandarískum bjórmarkaði. Velta Anheuser-Busch er jafnvirði ríflega þúsund milljarðar króna sem er nálægt þjóðarframleiðslu Íslendinga. Heildarvirði fyrirtækisins er 2250 milljarðar samkvæmt hlutabréfagengi í Bandarísku Kauphöllinni í New York í dag en þetta er álíka fjárhæð og Rio Tinto hefur boðið í ALCAN álfyrirtækið. Í tilkynningu frá Icelandic Glacial og Anheuser-Busch er ekki gefið upp hversu mikið greitt er fyrir þann hlut sem Bandaríkjamenn eignast nú í Icelandic Water Holding sem á og rekur átöppunarverksmiðjuna í Þorlákshöfn. Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial. Með samningnum tekur Anheuser-Busch einnig að sér að dreifa Icelandic Glacial um öll Bandaríkin, eins og Stöð 2 greindi frá í fréttum í gær. Tilkynnt var formlega um þennan samning nú í hádeginu í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna frá St. Louis og Þorlákshöfn. Verið er að hefja byggingu nýrrar átöppunarverksmiðju fyrir Icelandic Glacial nálægt Þorlákshöfn sem getur náð í áföngum allt að 250 milljón lítra afkastagetu á ári. Þessi samningur markar tímamót í útflutningi á íslensku drykkjarvatni enda tryggir hann greiðan aðgang að vaxandi og verðmætum markaði fyrir vatn í Bandaríkjunum. Sala á átöppuðu drykkjarvatni tókst um 9,5% á síðasta ári í Bandaríkjunum og var veltan meiri en 10 milljarðar bandaríkjadala eða 600 milljarðar króna. Helsta vörumerki Anheuser-Busch er Budweiser bjórinn og hefur fyrirtækið um það bil helmings markaðshlutdeild á Bandarískum bjórmarkaði. Velta Anheuser-Busch er jafnvirði ríflega þúsund milljarðar króna sem er nálægt þjóðarframleiðslu Íslendinga. Heildarvirði fyrirtækisins er 2250 milljarðar samkvæmt hlutabréfagengi í Bandarísku Kauphöllinni í New York í dag en þetta er álíka fjárhæð og Rio Tinto hefur boðið í ALCAN álfyrirtækið. Í tilkynningu frá Icelandic Glacial og Anheuser-Busch er ekki gefið upp hversu mikið greitt er fyrir þann hlut sem Bandaríkjamenn eignast nú í Icelandic Water Holding sem á og rekur átöppunarverksmiðjuna í Þorlákshöfn.
Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira