Búið er að raða niður leikdögum fyrir EM í handknattleik sem fer fram í Noregi í janúar og febrúar á næsta ári. Ísland hefur leik þann 17. janúar gegn Svíþjóð. Ísland er í D-riðli ásamt Svíum, Slóvökum og Frökkum.
17. janúar: Ísland - Svíþjóð
19. janúar: Ísland - Slóvakía
20. janúar: Ísland - Frakkland
Riðillinn verður leikinn í Þrándheimum.