Viðskipti innlent

Novator framlengir tilboðið í Actavis

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Mynd/Vilhelm

Novator eignarhaldsfélag ehf, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í hlutafé Actavis Group hf. Tilboðið gilti áður til morgundagsins en með framlengingunni nú stendur það til klukkan 16 miðvikudaginn 18. júlí næstkomandi.

Í tilkynningu frá Novator segir að í ljósi þess hversu vel hluthafar Actavis hafi tekið yfirtökutilboðinu og þess hversu nálægt Novator er markmiði sínu um 90 prósenta samþykki hluthafa er yfirtökutilboðið framlengt til þess að gefa hluthöfum lengri frest til þess að ganga frá sölu á bréfum sínum yfir sumarleyfistímann.

Framlenging á gildistíma yfirtökutilboðsins hefur engin áhrif á þá sem þegar hafa samþykkt tilboðið og þurfa því þeir hluthafar sem þegar hafa skilað inn samþykki sínu ekki að aðhafast neitt, að því er segir í tilkynningu Novator til Kauphallarinnar.

Uppgjör samkvæmt tilboðinu framlengist samhliða þessu til 23. júlí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×