Viðskipti innlent

Glitnir spáir 45 prósenta hækkun á Úrvalsvísitölunni

Glitnir banki.
Glitnir banki.

Greiningardeild Glitnis spáir því í dag að Úrvalsvísitalan hækki um 45 prósent á árinu. Deildin segir góða arðsemi, stöðugan rekstur, ytri vöxt og væntingar þar um muna stuðla að hækkuninni auk þess sem greitt aðgengi að fjármagni mun einnig hafa jákvæð áhrif.

Greiningardeildin segir í afkomuspá sinni um þróun hlutabréfamarkaðarins hér á landi að á móti vegi að innlendir skammtímavextir eru háir auk hækkandi vaxta erlendis. Það muni draga úr áhuga fjárfesta á hlutabréfum. Kann því hluti fjárfesta að gera sér ávöxtun öruggari fjárfestingakosta að góðu, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Greiningardeildin spáir almennt góðri afkomu hjá fjármála og fjárfestingarfyrirtækjum og telur að þau styðji að stærstum hluta við hækkun hlutabréfaverðs til ársloka.

Greiningardeildin telur kauptækifæri í bréfum átta félaga. Þau eru: Atorka, Exista, FL Group, Glitni, Icelandair, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur Burðarás. Hún ráðleggur fjárfestum hins vegar að selja bréf sín í Actavis og 365.

Afkomuspá Glitnis má lesa hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×