Viðskipti innlent

Listi yfir seljanleika hlutabréfa

Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum (CESR) hefur birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Þetta er í samræmi við MiFID innleiðingarregluna frá árinu 2004 en samkvæmt henni ber viðeigandi lögbæru yfirvaldi að reikna út og birta upplýsingar um öll hlutabréf sem hafa verið tekin til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, að því er segir á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins (FME).

Þar segir ennfremur að upplýsingarnar, sem er að finna í gagnagrunni CESR, geri markaðsaðilum meðal annars kleift að greina seljanleika hlutabréfa.

Nánar má lesa um málið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×