Lamdi dómara í góðgerðaleik 12. júní 2007 20:45 AFP Snókergoðsögnin umdeilda Alex Higgins er ekki hættur að koma sér í vandræði þó hann sé orðinn 58 ára gamall og sé í baráttu við krabbamein. Higgins var í gær rekinn úr keppni á góðgerðamóti fyrir unga snókerspilara eftir að hann kýldi dómara. Higgins spilaði sérstakan æfingaleik við fyrrum heimsmeistarann Jimmy White til að safna fé fyrir unga leikmenn, en brást við hinn versti þegar dómarinn vildi meina að hann hefði snert bláu kúluna með höndinni í einu skotinu. Við það truflaðist Higgins og kýldi dómarann í magann. Eftirlitsmenn og áhorfendur stukku til og náðu að komast í milli, en dómarinn var svo skelkaður að hann neitaði að halda áfram að dæma á mótinu. Higgins er 58 ára gamall Íri og varð tvisvar heimsmeistari í snóker. Hann á í baráttu við krabbamein í hálsi og virðist ekki við góða heilsu. Árið 1986 var hann dæmdur í eins árs keppnisbann eftir að hann skallaði dómara á móti og var allan ferilinn iðinn við að koma sér í vandræði í keppnum. Vitni að atvikinu í gær sagði að Higgins hefði drukkið nokkrar kollur af Guinnes-bjór á milli ramma í leiknum við White. Higgins sjálfur hefur sagt að atvikið hafi verið blásið upp úr öllu valdi og sást pollrólegur árita nýútkomna ævisögu sína "Í auga fellibylsins" skömmu eftir atvikið. Dómarinn hefur ekki kært árásina enn sem komið er. Erlendar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Snókergoðsögnin umdeilda Alex Higgins er ekki hættur að koma sér í vandræði þó hann sé orðinn 58 ára gamall og sé í baráttu við krabbamein. Higgins var í gær rekinn úr keppni á góðgerðamóti fyrir unga snókerspilara eftir að hann kýldi dómara. Higgins spilaði sérstakan æfingaleik við fyrrum heimsmeistarann Jimmy White til að safna fé fyrir unga leikmenn, en brást við hinn versti þegar dómarinn vildi meina að hann hefði snert bláu kúluna með höndinni í einu skotinu. Við það truflaðist Higgins og kýldi dómarann í magann. Eftirlitsmenn og áhorfendur stukku til og náðu að komast í milli, en dómarinn var svo skelkaður að hann neitaði að halda áfram að dæma á mótinu. Higgins er 58 ára gamall Íri og varð tvisvar heimsmeistari í snóker. Hann á í baráttu við krabbamein í hálsi og virðist ekki við góða heilsu. Árið 1986 var hann dæmdur í eins árs keppnisbann eftir að hann skallaði dómara á móti og var allan ferilinn iðinn við að koma sér í vandræði í keppnum. Vitni að atvikinu í gær sagði að Higgins hefði drukkið nokkrar kollur af Guinnes-bjór á milli ramma í leiknum við White. Higgins sjálfur hefur sagt að atvikið hafi verið blásið upp úr öllu valdi og sást pollrólegur árita nýútkomna ævisögu sína "Í auga fellibylsins" skömmu eftir atvikið. Dómarinn hefur ekki kært árásina enn sem komið er.
Erlendar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira