Heiður að hitta Pútín Guðjón Helgason skrifar 10. júní 2007 19:00 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins. Fréttir Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum úr höndum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Fjölmenn mótmæli voru á sama tíma í borginni - en þau fóru friðsamlega fram. Auk Þorsteins Inga hlutu Rússinn Vladimir Nakorayakov og Bretinn Jeffrey Hewitt verðlaun. Þorsteinn Ingi var verðlaunaður fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Það var Vladimír Pútín, Rússlandsforseti sem afhenti verðlauni við hátíðlega athöfn á stórri efnahagsráðstefnu í Pétursborg. Þorsteinn Ingi segir það hafa verið einstakst að fá að hitta Pútín forseta. Það hafi líka verið ánægjulegt að hann hafi brotið þá hefð sem hafi ríkt við verðlaunafhendingar sem þessar í Rússlandi og haldið aðra ræðu eftir athöfnina sem hafi verið um hans hugðarefni. Þar hafi hæst borið orkumál og annað því tengt, svo sem eins og afkolun. Þorsteinn Ingi segir stemmninguna hafa verið góða. Alheimsorkuverðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins fyrir vísindarannsóknir og er þeim ætlað að styðja alþjóðlega samvinnu við lausn brýnustu orkuvandamála samtímans. Þorsteinn Ingi Sigfússon er nýráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tekur til starfa í ágúst þegar Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sameinast. En á meðan verðlaun voru veitt inni í hátíðarsalnum, greint frá áformum Rússa um að gera sig gildandi í hátækniiðnaði á næstu árum, var stjórnarháttum Pútíns forseta mótmælt í öðrum enda borgarinnar. Fremstur í flokki fór skákmeistarinn Garry Kasparov, helsti andstæðingur forsetans. Ekki kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu og segja stjórnarandstæðingar það líkast til vegna þess að ráðamenn hafi ekki vilja valda vandræðum meðan erlendir viðskiptajöfrar og vísindamenn væru staddir í borginni. Kasparov sagði mótmælin hafa heppnast vel. Tvö þúsund manns hafi tekið þátt - jafnvel fleiri. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram - sem staðfesti að það geti gerst í Rússlandi. Ekki hafi nokkur rúða brotnað, mótmælagangan hafi verið friðsamleg og engin ofbeldisverk framin. Stjórnarandstaðan hafi skýrt kröfur sínar sem feli helst í sér að ríkisstjórnin virði stjórnarskrá landsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira