70% af Öryrkjablokkinni með hitastillingu 6. júní 2007 18:45 Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör. Fréttir Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör.
Fréttir Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira