Forseti Ítalíumeistara Inter Milan segir félagið ekki ætla að selja framherjann Adriano þó hann hafi átt í miklum vandræðum á leiktíðinni. Adriano skoraði um tíma ekki mark í níu mánuði fyrir lið sitt og var í kjölfarið sæmdur "Gullnu Ruslatunnunni" sem eru verðlaun sem ítölsk útvapsstöð veitir fyrir lélegustu frammistöðuna á tímabilinu.
"Við ætlum að halda tryggð við Adriano og höfum alltaf gert þó hann hafi átt í vandræðum. Hann er einstakur leikmaður og á því enn eftir að ná enn lengra. Hann þarf á stuðningi að halda frá félaginu og hann fær hann hjá okkur," sagði Massimo Moratti, forseti Inter.