Stóru flokkarnir einhuga í skólamálum 24. apríl 2007 19:15 Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ. Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Starfs- og iðnnám verður hafið til vegs og virðingar og jafnréttiskennsla tekin upp í skólum á næstu árum, ef marka má afstöðu allra flokka, nema Frjálslynda flokksins, til skólamála. Flokkarnir eru flestir sammála um að sporna þurfi við brottfalli íslenskra og erlendra nemenda úr framhaldsskólum.Við höldum áfram yfirreið okkar um afstöðu flokkanna til ýmissa mála. Og nú er komið að skólapólitíkinni. Íslendingar hafa almennt verið ánægðir með skólana. Lengi hefur þó verið talað um að breyta þurfi viðhorfi þjóðarinnar til starfs- og iðnnáms og svo virðist sem unglingum af erlendum uppruna gangi illa að fóta sig í íslenskum skólum.Við lögðum fjórar spurningar fyrir alla flokkana. Frjálslyndir sáu einir sér ekki fært að svara þessum spurningum.Fyrsta spurningin er: Þarf að efla starfs- og iðnnám? Ef svo er hvernig?Já segja allir. Sjálfstæðismenn benda á að framlög til starfsnáms hafi aukist og 15 nýjar starfsnámsbrautir komist á laggirnar á síðustu fjórum árum. Þeir vilja líka tryggja aðgang að vinnustaðanámi og treysta tengsl atvinnulífs við skólana. Samfylkingin vill auka fé í list- og verknám og efla iðnbrautir skóla á landsbyggðinni. Það vill Framsókn líka og byggja auk þess upp starfsmenntaháskóla. Vinstri grænir vilja samfellt nám til 18 ára sem næst heimabyggð, m.a. iðn- og starfstengt nám. Þá vilja þeir fella niður núverandi samræmd próf í grunnskóla og auka svigrúm grunnskólanna til að bjóða iðn- og starfsnám.Meira fé, segir Íslandshreyfingin og vinna gegn fordómum segja Baráttusamtökin.Nánast allir unglingar byrja í framhaldsskóla, eða 97%, en um 30% flosna upp úr námi. Við spurðum því: Þarf að sporna við brottfalli úr framhaldsskólum? Ef svo er, hvernig?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem segja of marga framhaldsskólanema hafa hvorki áhuga né getu á framhaldsskólanámi. Samfylkingin, Framsókn og Íslandshreyfingin vilja allir efla námsráðgjöf. Samfylkingin vill auk þess auka áherslu á starfsnám, list- og iðngreinar. Vinstri grænir vilja efla samstarf við til dæmis listaskóla og íþróttafélög.Unglingar af erlendum uppruna eru líklegri en aðrir til detta út úr skóla og fara síður í háskólanám. Við spurðum: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólum? Hverra?Já, segja allir, nema Baráttusamtökin sem segja innflytjendur geta stundað framhaldsskólanám ef þeir vilja vera Íslendingar. Þau stinga líka upp á prófi fyrir innflytjendur, meðal annars í íslenskum þjóðfélagsfræðum, til að meta hvort þau komist í framhaldsskóla. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi verið stofnaður sjóður til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga en hann á meðal annars líka að styrkja fræðslu fyrir kennara sem kenna íslensku sem erlent tungumál. Annars eru allir á því að efla þurfi íslenskukennslu en auk þess vill Samfylkingin auka frelsi nemenda til að skipuleggja nám til stúdentsprófs eftir áhugasviði hvers og eins og Framsókn telur jafnvel að vinna þurfi með erlenda nemendur á einstaklingsgrunni og efla aðstoð við heimanám. Vinstri grænir vilja m.a. 3000 ókeypis kennslustundir í íslensku og auka úrræði til að greina námsvanda erlendra nemenda.Og að lokum spurðum við hvort skólar eigi að fræða nemendur um jafnréttismál?Þar var svarið einfalt og hið sama hjá öllum flokkum: JÁ.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira