Allir flokkar vilja lengra fæðingarorlof 17. apríl 2007 18:45 Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin.Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr.Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur?Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax.Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið.Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili?Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili.Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis?Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin.Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga?Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur.Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Innlent Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar landsins vilja lengja fæðingarorlofið, flestir í tólf mánuði. Enginn stærstu flokkanna vill þó lofa lengingu strax á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn vill einn flokka skoða stöðu Íbúðalánasjóðs.Fréttastofan heldur í dag áfram að krefja stjórnmálaflokkana svara við spurningum um ýmislegt sem skiptir landsmenn máli. Um helgina var það græna pólitíkin.Nú er það fjölskyldupólitíkin. Við lögðum sex spurningar fyrir flokkana og af svörunum að dæma mun litlu skipta hverjir sitja í ríkisstjórn - svo samhuga eru flokkarnir í flestu sem lýtur að fjölskyldunni - ef frá er talinn Sjálfstæðisflokkurinn sem sker sig nokkuð úr.Barnabætur hafa dregist saman að raungildi á liðnum árum. Á sama tíma er orðið dýrara að eiga börn. Stjórnvöld hafa bent á aukinn kaupmátt en stjórnarandstaðan hefur talað um svik við barnafjölskyldur. Við spurðum: Á að hækka barnabætur?Allir sögðu þeir já - nema Sjálfstæðisflokkur sem segir barnabætur hafa hækkað um tvo milljarða að raunvirði á kjörtímabilinu. Samfylkingin vill hækka skerðingarmörk upp í 125 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund krónur hjá hjónum. Vinstri grænir vilja vinna upp skerðingu síðustu 10 ára og Íslandshreyfingin vill 10% hækkun strax.Á meira en tíu árum hefur hvorki gengið né rekið við að draga úr kynbundnum launamun. Við spurðum: Á ríkið að beita sértækum aðgerðum til að draga úr launamun kynjanna? Ef svo er, hvaða?Já, segja allir nema Baráttusamtökin sem tóku ekki beina afstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera stórátak, hinir vilja m.a. afnema launaleynd. Samfylkingin lofar auk þess að minnka kyndbundinn launamun hjá ríkinu um helming á næsta kjörtímabili og Vinstri grænir vilja að jafnréttisstofa fái leitar- og sektarheimildir eins og til dæmis Samkeppniseftirlitið.Fæðingarorlof á Íslandi er styttra en á nokkru hinna Norðurlandanna.Hér er það 39 vikur. Í Svíþjóð er það 68 vikur. Flokkarnir voru spurðir hvort lengja ætti fæðingarorlofið á næsta kjörtímabili?Allir vilja lengja fæðingarorlofið. Allir nema Sjálfstæðisflokkur nefna 12 mánuði en aðeins Framsókn, Íslandshreyfingin og Baráttusamtökin tiltaka að það skuli gerast á næsta kjörtímabili.Sumir flokkar lofuðu ókeypis leikskóla í síðustu sveitarstjórnarskosningum. Við spyrjum: Á ríkið að færa tekjustofna til sveitarfélaga svo leikskólar geti verið ókeypis?Það vilja allir - nema Sjálfstæðisflokkurinn og Baráttusamtökin.Fimmta spurningin er: Á tannlæknaþjónusta að vera ókeypis fyrir börn og unglinga?Já segja fjórir flokkar. Nei, segja Samfylking og Framsóknarflokkur en vilja auka niðurgreiðslur fyrir 18 ára og yngri. Sjálfstæðisflokkur segir alfarið nei og bendir á að 75% tannlæknakostnaðar 17 ára og yngri sé nú þegar niðurgreiddur.Og þá eru það fasteignalánin. Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn árið 2004. Allir flokkarnir - nema Sjálfstæðisflokkur - eru á því að íbúðalánasjóður eigi að starfa í óbreyttri mynd. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafna samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði og vill því "skoða" stöðu sjóðsins, eins og það er orðað.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar