Aganefnd KKÍ dæmdi í dag Agnar Gunnarsson, aðstoðarþjálfara Keflavíkur, í þriggja leikja bann fyrir að gefa Helenu Sverrisóttur hjá Haukum olnbogaskot undir lok þriðja leiks Keflavíkur og Hauka í úrslitum Iceland Express deildarinnar.
Haukar ákváðu að hætta við að kæra Agnar eftir að hann baðst afsökunar á framkomu sinni, en dómari leiksins ákvað að kæra atvikið til aganefndar og nú er ljóst að Agnar mun ekki koma meira við sögu í úrslitaeinvíginu. Haukar leiða 2-1 og næsti leikur fer fram í Keflavík. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn.

