Neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjunni 11. apríl 2007 18:57 Unglingsstúlku var í haust meinað að fermast í Digranessókn vegna þess að móðir hennar er í Fríkirkjunni. Móður stúlkunnar var tilkynnt að ef hún gengi úr Fríkirkjunni fengið barnið að fermast, annars ekki. Presturinn, séra Magnús Björnsson, býður Fríkirkjuprestinum, Hirti Magna Jóhannssyni, í kaffi til að semja um þessi mál. Fréttastofa hefur í dag rætt við nokkra einstaklinga sem segja sínar farir ekki sléttar af samskiptum við presta í Kópavogi vegna tengsla viðkomandi við Fríkirkjuna. Þeirra á meðal er fjögurra barna móðir, Sigríður Sigmarsdóttir, sem hringdi í haust í séra Magnús Björnsson í Digraneskirkju til að skrá dóttur sína í fermingarfræðsluna. Hún kveðst hafa gloprað því út úr sér í samtalinu að hún væri í Fríkirkjunni. "Hann sagði að hann gæti ekki fermt hana nema ég gengi úr Fríkirkjunni þá væri það ekkert mál." Til þess kom þó ekki því dóttir hennar ákvað að fermast heldur í Fríkirkjunni. En Sigríður er ekki sátt. "Þetta er ekki rétt, engan veginn. Kirkjan á að taka á móti öllum sem til hennar leita."Sigríður fæddist inn í Fríkirkjuna en segist vandræðalaust hafa notið þjónustu Þjóðkirkjunnar hingað til, fermst, gifst og skírt þar öll sín börn enda faðir þeirra í Þjóðkirkjunni.Þess má geta að í siðareglum presta stendur orðrétt:Prestur fer ekki í manngreinarálit og veitir fólki sálgæslu og aðra kirkjulega þjónustu án tillits til kynferðis, stöðu, skoðana, trúar, þjóðernis, kynþáttar eða vegna annarrar sérstöðu.Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti konu sem sendi fyrirspurn til prests í Þjóðkirkjunni þar sem hún spyr hvort börn í Fríkirkjunni geti fermst í Þjóðkirkjunni. Presturinn svarar vafningalaust:"Við höfum ekki tekið að okkur uppfræðslu fyrir önnur trúfélög, þó kristin séu. Hér verða menn að velja hvar þeir standa."Í næsta bréfi frá prestinum stendur:"Fullyrðing þín um að þú getir notað alla þjónustu þjóðkirkjunnar þegar þú gengur úr söfnuðinum er einfaldlega rökleysa. Með úrsögn úr þjóðkirkjunni ert þú að afsala þér þjónustu hennar..."Hjá Biskupsstofu fengust þær upplýsingar í dag að skyldur presta í verkefnum eins og fermingum sé fyrst og fremst við sín sóknarbörn. Engum presti sé skylt að ferma börn utan síns safnaðar, þó að slíkt gerist að sjálfsögðu mjög oft, enda sé almenna reglan sú að prestar þjóðkirkjunnar þjóni fólki án tillits til trúfélagsaðildar.Séra Magnús Björnsson segir Digraneskirkju taka á móti öllum börnum í fermingarfræðslu - þ.e.a.s. öllum sem eru skráð í Þjóðkirkjuna. Hann segist hafa bent Sigríði á að leita til sóknarprestsins í vesturbæ Kópavogs, þar sem fjölskyldan býr, en dóttirin vildi fermast með skólasystkinum sínum í Digraneskirkju. "Ef Fríkirkjufólk er óánægt með þá afgreiðslu sem við höfum er eðlilegt að séra Hjörtur Magni komi og ræði við okkur um uppfræðslu sinna safnaðarbarna. Og hann er velkominn hingað í kaffi til okkar hvenær sem er." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Innlent Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Unglingsstúlku var í haust meinað að fermast í Digranessókn vegna þess að móðir hennar er í Fríkirkjunni. Móður stúlkunnar var tilkynnt að ef hún gengi úr Fríkirkjunni fengið barnið að fermast, annars ekki. Presturinn, séra Magnús Björnsson, býður Fríkirkjuprestinum, Hirti Magna Jóhannssyni, í kaffi til að semja um þessi mál. Fréttastofa hefur í dag rætt við nokkra einstaklinga sem segja sínar farir ekki sléttar af samskiptum við presta í Kópavogi vegna tengsla viðkomandi við Fríkirkjuna. Þeirra á meðal er fjögurra barna móðir, Sigríður Sigmarsdóttir, sem hringdi í haust í séra Magnús Björnsson í Digraneskirkju til að skrá dóttur sína í fermingarfræðsluna. Hún kveðst hafa gloprað því út úr sér í samtalinu að hún væri í Fríkirkjunni. "Hann sagði að hann gæti ekki fermt hana nema ég gengi úr Fríkirkjunni þá væri það ekkert mál." Til þess kom þó ekki því dóttir hennar ákvað að fermast heldur í Fríkirkjunni. En Sigríður er ekki sátt. "Þetta er ekki rétt, engan veginn. Kirkjan á að taka á móti öllum sem til hennar leita."Sigríður fæddist inn í Fríkirkjuna en segist vandræðalaust hafa notið þjónustu Þjóðkirkjunnar hingað til, fermst, gifst og skírt þar öll sín börn enda faðir þeirra í Þjóðkirkjunni.Þess má geta að í siðareglum presta stendur orðrétt:Prestur fer ekki í manngreinarálit og veitir fólki sálgæslu og aðra kirkjulega þjónustu án tillits til kynferðis, stöðu, skoðana, trúar, þjóðernis, kynþáttar eða vegna annarrar sérstöðu.Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti konu sem sendi fyrirspurn til prests í Þjóðkirkjunni þar sem hún spyr hvort börn í Fríkirkjunni geti fermst í Þjóðkirkjunni. Presturinn svarar vafningalaust:"Við höfum ekki tekið að okkur uppfræðslu fyrir önnur trúfélög, þó kristin séu. Hér verða menn að velja hvar þeir standa."Í næsta bréfi frá prestinum stendur:"Fullyrðing þín um að þú getir notað alla þjónustu þjóðkirkjunnar þegar þú gengur úr söfnuðinum er einfaldlega rökleysa. Með úrsögn úr þjóðkirkjunni ert þú að afsala þér þjónustu hennar..."Hjá Biskupsstofu fengust þær upplýsingar í dag að skyldur presta í verkefnum eins og fermingum sé fyrst og fremst við sín sóknarbörn. Engum presti sé skylt að ferma börn utan síns safnaðar, þó að slíkt gerist að sjálfsögðu mjög oft, enda sé almenna reglan sú að prestar þjóðkirkjunnar þjóni fólki án tillits til trúfélagsaðildar.Séra Magnús Björnsson segir Digraneskirkju taka á móti öllum börnum í fermingarfræðslu - þ.e.a.s. öllum sem eru skráð í Þjóðkirkjuna. Hann segist hafa bent Sigríði á að leita til sóknarprestsins í vesturbæ Kópavogs, þar sem fjölskyldan býr, en dóttirin vildi fermast með skólasystkinum sínum í Digraneskirkju. "Ef Fríkirkjufólk er óánægt með þá afgreiðslu sem við höfum er eðlilegt að séra Hjörtur Magni komi og ræði við okkur um uppfræðslu sinna safnaðarbarna. Og hann er velkominn hingað í kaffi til okkar hvenær sem er."
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun