NBA - Tveir leikir í framlengingu 1. apríl 2007 10:08 Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86. Erlendar Íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Að loknum þriðja leikhluta höfðu heimamenn í New Orleans 9 stiga forskot, 72- 63. En þá tók við ævintýraleg spilamennska hjá New York sem náði að vinna muninn upp. Þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum setti Nate Robinson niður þriggja stiga körfu af löngu færi og kom gestunum einu stigi yfir, 89-88. Heimamenn náðu forystunni að nýju en þegar 10 sekúndur voru eftir átti Robinson aftur örvæntingarfulla tilraun að körfu New Orleans liðsins og tókst að jafna leikinn, 92-92 og knúði fram framlengingu. Eddy Curry fór á kostum í liði New York en hann skoraði 34 stig sem dugði liðinu ekki til sigurs í gærkvöldi. Í framlengingunni voru það heimamenn sem höfðu betur. Troðslukarfa Desmond Mason náði 9 stiga forskoti fyrir New Orleans sem fór með sigur af hólmi, 103-94. David West var stigahæstur New ORleans með 20 stig. Í Cicago tóku heimamenn í Bulls á móti Lebron James og félögum í Cleveland. Sá leikur var einnig æsispennandi. Þegar 3 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan jöfn 100-100 en Cleveland með boltann. Sasha Pavlovic tókst hins vegar ekki að koma honum í körfuna gegn sterkri vörn Chicago liðsins svo framlengja þurfti leikinn. Og í framlengingunni var það hinn óviðjafnanlegi LeBron James sem reyndist hetja Cleveland liðsins. Hann skoraði 39 stig í leiknum og reyndist bjargvættur sinna manna í framlenginni. Ben Gordon sem skoraði 37 stig fyrir Chicago misnotaði tækifæri á lokaandartökunum og Cleveland fagnaði sigri, 112.108. Í hinum leikjunum vann New Jersey nauman sigur á Fíladelfíu. 86-82 og LA Clippers lagði Portland, 99-86.
Erlendar Íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sjá meira