Hækkandi sjávarborð og bráðnun heimskautajökla er við efri mörk þess sem spáð hefur verið. Vísindamenn óttast nú að bráðnunin muni enn hraðast. Þetta er niðurstaða könnunar vísindamanna á gervihnattamyndum. Þeir segja að bráðnun á Grænlandsjökli og Suðurskautinu nálgist nú það stig að þróuninni verði ekki snúið við og haldi fram sem horfi muni yfirborð sjávar hækka um nokkra metra á næstu áratugum.