Philadelphia - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld 9. mars 2007 08:30 Kobe Bryant og félagar mæta Philadelphia 76ers í kvöld NordicPhotos/GettyImages Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira