Philadelphia - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld 9. mars 2007 08:30 Kobe Bryant og félagar mæta Philadelphia 76ers í kvöld NordicPhotos/GettyImages Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira