Viðskipti innlent

Lækkanir í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við opnun Kauphallar Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,07 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við gengi á mörkuðum í Evrópu og í Asíu. Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,5 prósent en gengi japönsku Nikkei-hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,4 prósent í dag. Hún hefur ekki lækkað jafn mikið í níu mánuði.

Þá hafa franska CAC-vísitalan og hin þýska DAX sömuleiðis lækkað um tvö prósent það sem af er dags.

Helstu vísitölur lækkuðu talsvert á helstu fjármálamörkuðum jafnt í Asíu, sem í Evrópu og í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar á meðal lækkaði Dow Jones-vísitalan um 4,2 prósent í vikunni.

Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest í Kauphöll Íslands það sem af er dags, eða um 3,64 prósent. Næstmesta lækkunin er á bréfum Straums-Burðaráss, eða 2,96 prósent, og í Landsbankanum, eða um 2,77 prósent. Gengi engra félaga í Kauphöllinni hefur hækkað í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×