Fótbolti

Bayern aftur í baráttuna

NordicPhotos/GettyImages

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen unnu mikilvægan 3-2 útisigur á Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Bayern hafði tapað fimm útileikjum í röð fyrir sigurinn í dag og er liðið nú aðeins sex stigum á eftir toppliði Schalke sem er í bullandi vandræðum þessa dagana.

Hasan Salihamidzic, Lukas Poldolski og Roy Makaay skoruðu mörk Bayern í dag fyrir framan rúmlega 75.000 manns á uppseldum Ólympíuleikvangnum í Berlín. Schalke er í efsta sæti með 49 stig þrátt fyrir tap á heimavelli fyrir HSV í gær.

Bremen fór úr þriðja sæti í annað með 46 stig eftir góðan 3-0 sigur á Bochum í dag og stökk þar með upp fyrir Stuttgart sem steinlá 3-1 gegn Leverkusen. Hannover tapaði fyrir Frankfurt á útivelli 2-0, þar sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn sem varamaður á 68. mínútu hjá Hannover. Liðið er í 8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×