Úrskurðir í safni Pósts og síma 9. febrúar 2007 19:29 Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira