Úrskurðir í safni Pósts og síma 9. febrúar 2007 19:29 Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót. Kaldastríðsnefndin svokallaða var skipuð í lok júní á samræmi við þingsályktun. Kveikjan var umfjöllun síðastliðið vor um sagnfræðilegar rannsóknir á hlerunum kalda stríðsins og kviknaði umræða um að gera opinber gögn um öryggi íslenska ríkisins á þeim tíma aðgengileg fræðimönnum. Páll Hreinsson, lagaprófessor, var skipaður formaður nefndarinnar sem var gert að skila af sér skýrslu og frumvarpi til laga. Niðurstöður voru kynntar síðdegis í dag. Samkvæmt þeim leggur nefndin til að búið verði til sérstakt öryggismálasafn sem geymi viðeigandi skjöl. Einnig verði aðgangur fræðimanna og almennings tryggður. Aðgangur almennings verði þó takmarkaður en fræðimenn fái aðgang að öllum gögnum en beri að fá samþykki hlutaðeigandi aðila áður en persónulegar upplýsingar verði birtar. Í skýrslunni er auk tillagna farið yfir tilvik hlerana sem og verklag og rætt við fjölda fólks vegna þess. Var staðfest að gögnum í vörslu Útlendingaeftirlitsins vegna hlerana var eytt árið 1976. Segir Páll að niðurstaða nefndarinnar styðji það sem þegar hafi komið fram um hleranir í umfjöllun síðan síðasta vor. Í viðtölum hafi komið fram að lögregla hafi aðeins getað hlerað með aðstoð Pósts og síma og þá samkvæmt dómsúrskurði sem Póst- og símamálastjóri hverju sinni áritaði. Afrit þessara úrskurða sé að finna í skjalasafni Pósts og síma. Það hafi verið afhent Þjóðskjalasafni og liggi nú á tugum bretta óyfirfarið. Áætlað sé að það kosti um 20 milljónir íslenskra króna að gera safnið aðgengilegt.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira