Svangir og hræddir 8. febrúar 2007 19:30 Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Skipið siglir undir fána Panama, er í eigu grísks útgerðarmanns og í áhöfn 19 Úkraínumenn og 1 Georgíumaður. Það var í gær sem eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kom um borð í skipið þar sem það liggur við Grundartangahöfn og í hádeginu í dag var uppskipun hætt. Fréttamanni Stöðvar 2 og myndatökumanni var ekki helypt inn á hafnarsvæðið síðdegis í dag, en Birgir Hólm, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands kom að máli við okkur. Hann sagði áhöfn ekki hafa fengið greidd laun síðan í september og mat um borð af skornum skammti. Birgir segir að í gær þegar eftirlitsmaður félagsins hafi farið um borð hafi skipverjar þegar kvartað og talað um matarskort. Hann hafi þá skoðað matvælageymsluna og fundið 1 hveitisekk, 3 kálhausa, núðlusekk og nokkur egg. Annað hafi ekki verið að finna þar. Útgerðarmaður skipsins mun væntanlegur hingað til lands í nótt. Birgir segir útgerðarmenn skipsins glæpamenn og skipverja hrædda um að missa vinnuna og lenda á svörtum lista sem torveldi þeim að fá vinnu við hæfi í heimalandinu. Þrátt fyrir þetta glöddust þeir þegar Birgir kom úr bakaríi með vínarbrauð, kleinur og kókómjólk. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira
Þeir eru svangir og hræddir, sjómennirnir um borð í flutningaskipinu Castor Star. Eini kosturinn síðustu þrjár vikurnar hefur verið hveiti, kál, núðlur og örfá egg. Skipið siglir undir fána Panama, er í eigu grísks útgerðarmanns og í áhöfn 19 Úkraínumenn og 1 Georgíumaður. Það var í gær sem eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kom um borð í skipið þar sem það liggur við Grundartangahöfn og í hádeginu í dag var uppskipun hætt. Fréttamanni Stöðvar 2 og myndatökumanni var ekki helypt inn á hafnarsvæðið síðdegis í dag, en Birgir Hólm, framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands kom að máli við okkur. Hann sagði áhöfn ekki hafa fengið greidd laun síðan í september og mat um borð af skornum skammti. Birgir segir að í gær þegar eftirlitsmaður félagsins hafi farið um borð hafi skipverjar þegar kvartað og talað um matarskort. Hann hafi þá skoðað matvælageymsluna og fundið 1 hveitisekk, 3 kálhausa, núðlusekk og nokkur egg. Annað hafi ekki verið að finna þar. Útgerðarmaður skipsins mun væntanlegur hingað til lands í nótt. Birgir segir útgerðarmenn skipsins glæpamenn og skipverja hrædda um að missa vinnuna og lenda á svörtum lista sem torveldi þeim að fá vinnu við hæfi í heimalandinu. Þrátt fyrir þetta glöddust þeir þegar Birgir kom úr bakaríi með vínarbrauð, kleinur og kókómjólk.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Fleiri fréttir Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Sjá meira