Forsætisráðherra boðar lækkun skatta á fyrirtæki 7. febrúar 2007 18:30 Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira