Forsætisráðherra boðar lækkun skatta á fyrirtæki 7. febrúar 2007 18:30 Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira