Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð 6. febrúar 2007 18:45 Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"] Fréttir Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"]
Fréttir Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira