Húsnæðislán bankanna hækkað fasteignaverð 6. febrúar 2007 18:45 Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"] Fréttir Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Vextir á íbúðalánum eru hærri nú en þeir voru fyrir innreið bankanna á húsnæðislánamarkaðinn. Innkoma bankanna var mislukkuð segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Það var Kaupþing, sem þá hét KB banki, sem reið á vaðið 23. ágúst 2004 og bauð almenningi upp á íbúðalán. Hinir sigldu í kjölfarið. Menn töluðu um sprengju, byltingu, framþróun og að loksins væri alvöru samkeppni á húsnæðislánamarkaði. Þá voru háværar raddir um að nú þyrfti að markaðsvæða, einkavæða eða leggja niður Íbúðalánasjóð. Ýmsir vöruðu þó við því að lánin gætu leitt til hærra fasteignaverðs og aukið verðbólgu. Lítum þá á hverju innkoma bankanna skilaði. Í júlí 2004 voru vextir á láni frá Íbúðalánasjóði 4,8%. Mánuðinn sem KB banki bauð íbúðalán voru vextir hjá Íbúðalánasjóði komnir niður í 4,5% og ekkert uppgreiðslugjald var rukkað hjá sjóðnum. Fyrstu íbúðalán KB banka báru 4,4% vexti og Landsbankinn, Íslandsbanki og SPRON brugðust strax við og buðu slíkt hið sama fáeinum dögum síðar. Vextir fóru síðan hraðlækkandi næstu vikurnar. Lægst fóru þeir í 4,15% og héldust þannig í rösklega 15 mánuði frá 22. nóvember 2004 og fram í miðjan mars 2006. En hver er staðan núna? Í dag eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum á fyrsta veðrétti hjá Kaupþingi og Landsbankanum 4,95%. SPRON og Glitnir hafa hins vegar hækkað vextina upp í 5%. Hjá þessum fjórum bönkum er uppgreiðslugjaldið 2%. Íbúðalánasjóður býður nú íbúðalán á 4,95% - og þá er ekkert uppgreiðslugjald en hins vegar 4,7% ef fólk kýs að greiða fyrir að borga upp lánið. Og þegar litið er á vísitölu fasteignaverðs má sjá að frá því bankarnir héldu innreið sína á íbúðalánamarkað hefur verð á húsnæði hækkað um 68%. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi segir innkomu bankanna ekki lengur neytendum til góða. "Það má segja að þetta sé mislukkuð innkoma bankanna í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi þá hafa vextirnir ekki lækkað, þvert á móti, þeir hafa hækkað og eru núna hærri en þeir voru þegar þeir komu inn og í öðru lagi lifir íbúðalánasjóður enn góðu lífi og manni liggur við að segja - guði sé lof." AT: 19'18" TO: 19'36" ITEM TIME:0'18"]
Fréttir Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira