Fótbolti

Bayern: Ekki í viðræðum við Mourinho

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Bayern Munchen sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það var tekið skýrt fram að félagið væri ekki enn komið í formlegar viðræður við þjálfara til að taka við liðinu á næstu leiktíð, en Ottmar Hitzfeld hefur enn sem komið er aðeins samþykkt að stýra því út leiktíðina.

Þýsku blöðin ruku upp til handa og fóta í gær og nefndu menn eins og Jose Mourinho og Gerard Houllier til sögunnar, en því hafa forráðamenn félagsins alfarið hafnað. "Við höfum ekki rætt við einn einasta mann varðandi næstu leiktíð og það er ekkert til í því sem blöðin eru að halda fram," sagði í yfirlýsingunni.

Franz Beckenbauer forseti er hinsvegar ekki í vafa um það hver sé heppilegasti kandidatinn í starfið. "Ég held að Ottmar hafi enn þann neista sem til þarf í að stýra liði í fremstu röð og ég myndi styðja formlega ráðningu hans, því að mínu mati er enginn hæfari í starfið en einmitt hann," sagði Keisarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×