Tölvuleikjafíkn vaxandi vandamál 1. febrúar 2007 18:53 Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis. Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Unglingur í Hafnarfirði gekk berseksgang á heimilinu sínu í gærkvöldi af því að foreldrar hans sögðu upp nettengingu og hann gat ekki spilað uppáhalds tölvuleikinn sinn. Lögreglan var kölluð á staðinn og segir að tilfellum af þessu tagi fara fjölgandi. Engin sérstök úrræði eru fyrir tölvuleikjafíkla hér á landi og viðfangsefnið er órannsakað. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir á barna og unglingageðdeild landsspítalans telur þörf á rannsóknum en segir um hegðunarvanda að ræða. Foreldrar þurfi að setja börnum mörk í rólegheitum og mjög mikilvægt sé að þau samþykki og viðurkenni mörkin, þá sé auðveldara að framfylgja þeim. Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson er kennari og heldur fyrirlestra um tölvuleikjafíkn. Hann varð sjálfur fíkill árið 1977 þegar fyrstu Pacman spilakassarnir komu til landsins. Hann segist fyrst hafa lent í vandamáli 12 ára gamall þegar hann eyddi blaðburðarlaunum í spilakassa. Þegar PC tölvur urðu algengari varð Þorsteinn enn háðari tölvuleikjum. Hann fékk svo nóg 33 ára gamall og hætti. Afleiðingarnar voru kvíðaköst og þunglyndi. Hann áttaði sig á því að hann hafði sóað mörgum árum. Hann sagði: "Ég bjó hjá mömmu, átti ekkert, ekki heldur konu eða fjöskyldu." Hann segir stöðuna lýsandi fyrir marga sem hann þekki. Þorsteinn heldur fyrirlestra í grunnskólum um tölvuleikjafíkn. Fyrirlestrana hefur hann haldið frá því í haust og segist finna fyrir auknum áhuga á málefninu. Hann segir engin meðferðarúrræði eða stuðningshópa til; "Þetta er fíkn, sem þarf að takast á við sem fíkn." Magnús Þóroddsson er 19 ára nemandi í Fjölbraut í Ármúla. Hann telst ósköp eðlilegur ungur maður og skammtar sér tíma til að leika tölvuleiki á hverjum degi. Það eru að meðaltali þrír til fjórir klukkutímar á dag, en hann hefur gleymt sér í leiknum í einn til tvo sólarhringa, ... án þess að sofa. "Þá situr maður bara fyrir framan skjáinn, hooked á þessu." Ólafur telur að tölvuleikjafíkn þurfi að rannsaka, bæði hér á landi og erlendis.
Fréttir Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira