Bryndís Schram og Sigur Rós stöðva framkvæmdir í Mosó 31. janúar 2007 15:57 Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Það voru Varmársamtökin sem berjast gegn lagninu brautarinnar sem efndu til mótmælanna og að sögn Sigrúnar Pálsdóttur, stjórnarmanns í samtökunum, komu á bilinu 50-60 saman við brúna hjá gömlu ullarverksmiðjunni og flögguðu í hálfa stöng vegna framkvæmdanna sem þau segja að muni eyðileggja Álafosskvosina. Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu. Um klukkan tvö hafi svo byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar komið á vettvang og stöðvað algerlega framkvæmdir en mótmælendur viti ekki hvers vegna hann hafi komið. Vinnuvélarnar hafi í kjölfarið yfirgefið staðinn. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, segist hafa óskað eftir því að framkvæmdaaðilar færu af þessum tiltekna stað þar sem ekki liggi fyrir framkvæmaleyfi þar. Framkvæmdaaðilarnir hafi leyfi á stærstum hluta svæðisins en þarna, við tengingu Helgafellsvegar og Álafossvegar við Brekkuland, hafi átt eftir að gefa út kynningargögn og halda kynningarfund fyrir íbúa áður en framkvæmdaleyfi sé gefið út. Því hafi framkvæmdaaðilarnir farið of geyst. Bærinn vilji að sjálfsögðu fara að lögum og vinna með íbúum á svæðinu og Varmársamtökunum og hann reikni með að kynningargögn vegna þessa tiltekna svæðis liggi fyrir í næstu viku og í framhaldinu verði boðað til kynningarfundar með íbúum.Reyna að fá lögbannSigur Rósarmeðlimir í mótmælunumí dagSigrún segir að með mótmælunum hafi Varmársamtökin viljað hvetja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að láta meta umhverfisáhrif tengibrautarinnar sem þau segja að geti þjónað tíu þúsund bílum. Slíkt raski mikið umhverfinu í Álafosskvosinni og hafi meðal annars áhrif á Varmána sem sem sé ein af fáum varmám á landinu og hafi bæði vísinda- og útivistargildi.Segir Sigrún að samtökin hafi kært framkvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þá muni samtökin kæra þann úrskurð umhverfisráðherra, að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat, til dómstóla og reyna að fá lögbann á framkvæmdina. Hefur Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður tekið að sér málsóknina. Sigrún segir að meðal þeirra sem berjist gegn tengibrautinni séu sveitarmeðlimir í Sigur Rós sem meðal annars eru með upptökver á þessum slóðum. Þeir hyggjast halda tónleika til styrktar Varmársamtökunum þann 18. febrúar ásamt öðrum tónlistarmönnum í Verinu í Héðinshúsinu. Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Framkvæmdir við tengibraut um Álafosskvos í Mosfellsbæ voru stöðvaðar í dag í kjölfar mótmæla íbúa á svæðinu. Það voru Varmársamtökin sem berjast gegn lagninu brautarinnar sem efndu til mótmælanna og að sögn Sigrúnar Pálsdóttur, stjórnarmanns í samtökunum, komu á bilinu 50-60 saman við brúna hjá gömlu ullarverksmiðjunni og flögguðu í hálfa stöng vegna framkvæmdanna sem þau segja að muni eyðileggja Álafosskvosina. Sigrún segir að í mótmælunum hafi Bryndís Schram, einn mótmælenda, svo tekið sig til og rölt uppeftir þangað sem verktakinn sem vinnur við lagningu vegarins var að störfum með stórvirkar vinnuvélar. Hún hafi sest niður fyrir framan eina vélina og stöðvað þannig vinnu hennar. Fleiri hafi fylgt í kjölfarið og þá hafi gröfumenn hætt vinnu. Um klukkan tvö hafi svo byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar komið á vettvang og stöðvað algerlega framkvæmdir en mótmælendur viti ekki hvers vegna hann hafi komið. Vinnuvélarnar hafi í kjölfarið yfirgefið staðinn. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi í Mosfellsbæ, segist hafa óskað eftir því að framkvæmdaaðilar færu af þessum tiltekna stað þar sem ekki liggi fyrir framkvæmaleyfi þar. Framkvæmdaaðilarnir hafi leyfi á stærstum hluta svæðisins en þarna, við tengingu Helgafellsvegar og Álafossvegar við Brekkuland, hafi átt eftir að gefa út kynningargögn og halda kynningarfund fyrir íbúa áður en framkvæmdaleyfi sé gefið út. Því hafi framkvæmdaaðilarnir farið of geyst. Bærinn vilji að sjálfsögðu fara að lögum og vinna með íbúum á svæðinu og Varmársamtökunum og hann reikni með að kynningargögn vegna þessa tiltekna svæðis liggi fyrir í næstu viku og í framhaldinu verði boðað til kynningarfundar með íbúum.Reyna að fá lögbannSigur Rósarmeðlimir í mótmælunumí dagSigrún segir að með mótmælunum hafi Varmársamtökin viljað hvetja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ að láta meta umhverfisáhrif tengibrautarinnar sem þau segja að geti þjónað tíu þúsund bílum. Slíkt raski mikið umhverfinu í Álafosskvosinni og hafi meðal annars áhrif á Varmána sem sem sé ein af fáum varmám á landinu og hafi bæði vísinda- og útivistargildi.Segir Sigrún að samtökin hafi kært framkvæmdina til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þá muni samtökin kæra þann úrskurð umhverfisráðherra, að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat, til dómstóla og reyna að fá lögbann á framkvæmdina. Hefur Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður tekið að sér málsóknina. Sigrún segir að meðal þeirra sem berjist gegn tengibrautinni séu sveitarmeðlimir í Sigur Rós sem meðal annars eru með upptökver á þessum slóðum. Þeir hyggjast halda tónleika til styrktar Varmársamtökunum þann 18. febrúar ásamt öðrum tónlistarmönnum í Verinu í Héðinshúsinu.
Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira