Blóðug átök á heimastjórnarsvæðunum 27. janúar 2007 18:45 Til blóðugra átaka hefur komið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna síðustu tvo sólahringa og hafa þau kostað á annan tug manna lífið, þar á meðal tveggja ára dreng. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar hefur enn verið frestað. Sextán hafa fallið frá því seint á fimmtudagskvöldið, þar á meðal unglingar og eitt barn. Átökin urðu hvað hörðust í Jebaliya flóttamannabúðum í gær. Það var svo í gærkvöldi sem leiðtogar Hamas og Fatah hvöttu liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Við því var ekki orðið. Til skotbardaga hefur komið víða á svæðinu í nótt og í morgun og ekkert lát virðist ætla að verða á átökunum. Skotið var á hús Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, en hann sakaði ekki. Fatah-liðar eru einnig sagðir hafa ráiðst til inngöngu í mosku nærri höfuðstöðvum öryggissveita Hamas og myrt háttsettan leiðtoga samtakanna þar sem hann sat og las í Kóraninum. Því neita liðsmenn Fatah. Rúmlega fimmtíu Palestínumenn hafa fallið í átökum fylkinganna síðan um miðjan síðasta mánuð en friðsamlegt hafði verið að mestu fyrripart þessarar viku. Forvígismenn samtakanna kenna hvorum öðrum um og hafa hætt viðræðum um skipan þjóðstjórnar. Þær þreyfingar virtust á nokkru skriði þar til í gær. Abbas heldur enn við áætlun sína um að boða til kosninga fyrr en ella ef ekki takist að mynda þjóðstjórn á næstu vikum. Hann hefur einnig lýst því yfir að opinberir starfsmenn fái nú laun greidd eftir langa bið. Ísraelar hafi loks endurgreitt skatta sem nemi jafnvirði um tæplega sjö milljarða íslenskra króna. Hluti af því fé verði notaður til þess. Greiðslur til Palestínumanna frá Ísraelum og vesturveldum hafa verið frystar frá því Hamas-liðar voru kosnir til valda fyrir ári. Hluti af fénu hefur nú runnið beint til forsetans. Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Til blóðugra átaka hefur komið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna síðustu tvo sólahringa og hafa þau kostað á annan tug manna lífið, þar á meðal tveggja ára dreng. Viðræðum um myndun þjóðstjórnar hefur enn verið frestað. Sextán hafa fallið frá því seint á fimmtudagskvöldið, þar á meðal unglingar og eitt barn. Átökin urðu hvað hörðust í Jebaliya flóttamannabúðum í gær. Það var svo í gærkvöldi sem leiðtogar Hamas og Fatah hvöttu liðsmenn sína til að leggja niður vopn. Við því var ekki orðið. Til skotbardaga hefur komið víða á svæðinu í nótt og í morgun og ekkert lát virðist ætla að verða á átökunum. Skotið var á hús Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, en hann sakaði ekki. Fatah-liðar eru einnig sagðir hafa ráiðst til inngöngu í mosku nærri höfuðstöðvum öryggissveita Hamas og myrt háttsettan leiðtoga samtakanna þar sem hann sat og las í Kóraninum. Því neita liðsmenn Fatah. Rúmlega fimmtíu Palestínumenn hafa fallið í átökum fylkinganna síðan um miðjan síðasta mánuð en friðsamlegt hafði verið að mestu fyrripart þessarar viku. Forvígismenn samtakanna kenna hvorum öðrum um og hafa hætt viðræðum um skipan þjóðstjórnar. Þær þreyfingar virtust á nokkru skriði þar til í gær. Abbas heldur enn við áætlun sína um að boða til kosninga fyrr en ella ef ekki takist að mynda þjóðstjórn á næstu vikum. Hann hefur einnig lýst því yfir að opinberir starfsmenn fái nú laun greidd eftir langa bið. Ísraelar hafi loks endurgreitt skatta sem nemi jafnvirði um tæplega sjö milljarða íslenskra króna. Hluti af því fé verði notaður til þess. Greiðslur til Palestínumanna frá Ísraelum og vesturveldum hafa verið frystar frá því Hamas-liðar voru kosnir til valda fyrir ári. Hluti af fénu hefur nú runnið beint til forsetans.
Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira