Baugsmenn sýknaðir 25. janúar 2007 19:14 Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu." Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Ákæruliðirnir voru upphaflega 40 talsins. Öllum þessum ákærum var vísað frá héraðsdómi í fyrstu umferð - án efnismeðferðar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar sem henti 32 liðum af 40 í ruslið en sendi átta ákæruliði til efnismeðferðar í héraðsdómi. Þar var sýknað í öllum liðum. Settur saksóknari ákvað að áfrýja 6 af þeim til Hæstaréttar og nú loks kemur sýknudómur í þessu hringferli - fullnaðarsýkna á öllum póstum. En málið er ekki búið. Saksóknari ákvað að endurákæra í 19 liðum af þeim sem Hæstiréttur sendi í ruslafötuna. Þar er Baugsmál númer 2. Málflutningur verður í því máli nú í næsta mánuði en veigamesta ákæruliðnum, þ.e. þeim sem snýr að meintum svikum Jóns Ásgeirs vegna millikaupa hans á 10-11 verslununum var vísað frá dómi í sumar. Niðurstaðan í dag kann að hafa áhrif á þann málarekstur sem eftir er að mati bæði Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs og Sigurðar Tómas Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu. En Baugsmál númer 2 verður ekki lokakaflinn í þessari löngu sögu því að til rannsóknar eru meint skattalagabrot Baugsmanna - sem ef til vill má kalla Baugsmál 3, en nýjasti snúningur þess máls er að Harlaldur Johannesen ríkislögreglustjóri var í fyrradag úrskurðaður vanhæfur til að koma að því vegna fyrri yfirlýsinga sem tengjast máli sömu aðila. Þegar málflutningur var í Hæstarétti í því máli sem lauk í dag líkti Sigurður Tómas, saksóknari, Jóni Ásgeir Jóhannesyni við fjósamann sem stæli mjólkinni úr kúnnum sem honum væri treyst fyrir. Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri í dag segir að Sigurður Tómas sé hinn eiginlegi fjósamaður. Orðrétt segir "hann situr í forinni sem þeir Haraldur Johannessen og Jón H B Snorrason skyldu eftir sig, þegar þeir hrökkluðust frá málinu."
Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira