Fjármálaeftirlitið veitti Sparisjóði Vélstjóra heimild á fimmtudag í síðustu viku til þess að fara með allt að 33 prósenta virkan eignarhlut í SP-Fjármögnun hf. samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Núverandi eignarhlutur Sparisjóðs Vélstjóra í SP-Fjármögnun hf. nemur 31,9 prósentum af heildarhlutafé félagsins, að því er fram kemur á vef Fjármálaeftirlitsins.