Auðvelt að dylja slóð sína á netinu 18. janúar 2007 18:25 Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira