Heyrnleysingjaskólinn - helvíti á jörð 13. janúar 2007 18:51 Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt". Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt".
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira