Tveir dvergkafbátar seldir 8. janúar 2007 19:15 Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu. GAIVA kafbátarnir sem hér um ræðir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá hverju sinni. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Bandaríski flotinn, Háskóli Bresku Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada hafa þegar fest kaup á bátum af þessari gerð. Það var svo í dag sem tilkynnt var að tveir aðilar til viðbótar hefðu fest kaup á kafbátnum. Annar kaupandi vill ekki gefa sig fram um sinn en þar er um að ræða nágrannaríki Íslands innan Atlantshafsbandalagsins. Hinn kaupandinn er rannsóknarstofa á vegum ástralska varnarmálaráðuneytisins. Kaupverð fyrstu tveggja bátanna til þessara nýju kaupenda er samtals tæpar hundrað milljónir króna. Á blaðamannafundinum kom fram að þróunarkostnaður við kafbátana hlypi á hundruðum milljóna og vonir væru bundnar við að fimm til átta bátar til viðbótar yrðu seldir á þessu ári. Einnig var greint frá því í dag að í fyrra hefði eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims, Frost og Sullivan veitt Hafmynd sérstök verðlaun fyrir kafbátinn og þar með fyrir byltingakennda lausn í öryggismálum ríkja. Hafmynd er þar með í flokki stærstu fyrirtækjum heims í hátækni- og hergagnaiðnaði, þar á meðal Kinetik Group, Lockheed Martin og Raytheon. Torfi Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir þetta staðfesta viðtökur markaðarins, þá sérstakelga á sviði öryggiseftirlits og varna gegn hryðjuverkum, sem sé stór og vaxandi markaður. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu. GAIVA kafbátarnir sem hér um ræðir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá hverju sinni. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Bandaríski flotinn, Háskóli Bresku Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada hafa þegar fest kaup á bátum af þessari gerð. Það var svo í dag sem tilkynnt var að tveir aðilar til viðbótar hefðu fest kaup á kafbátnum. Annar kaupandi vill ekki gefa sig fram um sinn en þar er um að ræða nágrannaríki Íslands innan Atlantshafsbandalagsins. Hinn kaupandinn er rannsóknarstofa á vegum ástralska varnarmálaráðuneytisins. Kaupverð fyrstu tveggja bátanna til þessara nýju kaupenda er samtals tæpar hundrað milljónir króna. Á blaðamannafundinum kom fram að þróunarkostnaður við kafbátana hlypi á hundruðum milljóna og vonir væru bundnar við að fimm til átta bátar til viðbótar yrðu seldir á þessu ári. Einnig var greint frá því í dag að í fyrra hefði eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims, Frost og Sullivan veitt Hafmynd sérstök verðlaun fyrir kafbátinn og þar með fyrir byltingakennda lausn í öryggismálum ríkja. Hafmynd er þar með í flokki stærstu fyrirtækjum heims í hátækni- og hergagnaiðnaði, þar á meðal Kinetik Group, Lockheed Martin og Raytheon. Torfi Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir þetta staðfesta viðtökur markaðarins, þá sérstakelga á sviði öryggiseftirlits og varna gegn hryðjuverkum, sem sé stór og vaxandi markaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira