Þrenn viðskipti talin þau bestu á árinu 2007 27. desember 2007 11:48 Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL group Ábyrgur fyrir verstu viðskiptum ársins. „Vart hægt að segja annað,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um verstu viðskipti ársins. Enginn ágreiningur var meðal álitsgjafa um verstu viðskiptin. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra nefndi kaup og sölu FL Group á bandaríska flugrisanum AMR. Fólk var ekki eins sammála um hver bestu viðskipti ársins hefðu verið. Þrenn voru nefnd til sögunnar, efst og jöfn: Icesave innlánareikningur Landsbankans í Bretlandi, sala Novators á búlgarska símanum BTC og hlutafjáraukning Baugs í FL Group.umbreyttu fjármögnunarprófílnumSigurjón Árnason og halldór kristjánsson, bankastjórar landsbankans Bankareikningurinn í Bretlandi breytti fjármögnun bankans.„Þeir hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um viðskipti ársins 2007. Icesave reikningur Landsbankans varð raunar ekki til á árinu, en sló í gegn hjá Bretum. Þrátt fyrir bankakrísu og áhyggjur samfara Northern Rock héldu Bretar ótrauðir áfram að leggja sparnað sinn inn hjá Landsbankanum.Innlán þar nema nú hátt í fimm milljörðum punda, eða sem nemur sex hundruð milljörðum íslenskra króna. Hlutfall innlána af útlánum hjá bankanum hefur í kjölfarið aukist úr fjórðungi í þrjá fjórðu.„Besti díllinn“Björgólfur Thor Björgólfsson Tók inn milljarða á sölunni á BTC.Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi 90 prósenta hlut sinn í búlgarska landsímanum BTC um miðjan ágúst. Andvirði sölunnar nam 1,4 milljörðum evra eða sem nemur 127 milljörðum íslenskra króna. Bandaríska fjármálafyrirtækið AIG Global Investment Group keypti hlutinn. Hermt er að Björgólfur Thor hafi innleyst 60 milljarða króna hagnað við söluna og lá „með cash þegar ósköpin dundu yfir í haust“, sagði einn álitsgjafa og annar bætti við „rétt áður en slíkt hefði verið ómögulegt“. Styrkti stöðunaJón ásgeir jóhannesson Styrkti stöðu sína í FL Group verulega.„Jón Ásgeir styrkti stöðu sína í FL Group með erlendum eignum,“ sagði einn álitsgjafa um hlutafjáraukningu Baugs Group í FL Group nú undir lok ársins. Hlutafé í FL Group var aukið um 64 milljarða króna í upphafi síðasta mánaðar ársins. Baugur komst til frekari áhrifa í félaginu með því að fasteignafélög Baugs voru færð undir FL. Þannig varð næstum 40 prósenta hlutur í Landic Property settur inn í FL, helmingshlutur í Þyrpingu og tæplega fjórðungur í Eik. Þá keypti FL eignarhluti í alþjóðlegum fasteignasjóðum af Baugi Group. BG Capital ehf., handhafi fasteignafélaganna, eignaðist samfara þessu yfir fjórtán prósenta hlut í FL Group. AMR ... vart hægt að segja annaðMeirihluti álitsgjafa var ekki í vafa um hver væru verstu viðskipti ársins. „Versti díllinn“ varð einum þeirra að orði. Þar var rætt um kaup og sölu FL Group á hlutum í bandaríska flugrisanum AMR. FL Group var um tíma stærsti hluthafinn í AMR og átti mest 9,3 prósenta hlut í félaginu. FL á nú rúmt prósent.Ætla má að félagið hafi varið tugum milljarða í kaup í AMR á árinu sem ekki skiluðu sér. Þegar bróðurparturinn af hlutnum var seldur í nóvember, hafði gengi bréfa í AMR lækkað jafnt og þétt.Verðmæti hlutar FL Group í AMR var ríflega þrjátíu milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. En hann lækkaði í virði um fimmtán milljarða á árinu. Hannes Smárason, þá forstjóri FL Group, reyndi ýmislegt til að glæða þessa fjárfestingu lífi, en allt kom fyrir ekki.Geysir Green-VitleysanÁlitsgjafar Markaðarins nefndu fleiri viðskipti í hópi þeirra verstu og bestu á árinu. Hasarinn í kringum samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest nefndu flestir.Af vel heppnuðum viðskiptum nefndu álitsgjafar meðal annars yfirtöku Marels á Stork, kaup Kaupþings á hollenska bankanum NBIC og fjárfestingu Róberts Wessmans í Háskólanum í Reykjavík. Markaðir Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
„Vart hægt að segja annað,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um verstu viðskipti ársins. Enginn ágreiningur var meðal álitsgjafa um verstu viðskiptin. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra nefndi kaup og sölu FL Group á bandaríska flugrisanum AMR. Fólk var ekki eins sammála um hver bestu viðskipti ársins hefðu verið. Þrenn voru nefnd til sögunnar, efst og jöfn: Icesave innlánareikningur Landsbankans í Bretlandi, sala Novators á búlgarska símanum BTC og hlutafjáraukning Baugs í FL Group.umbreyttu fjármögnunarprófílnumSigurjón Árnason og halldór kristjánsson, bankastjórar landsbankans Bankareikningurinn í Bretlandi breytti fjármögnun bankans.„Þeir hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra,“ sagði einn af tuttugu álitsgjöfum Markaðarins um viðskipti ársins 2007. Icesave reikningur Landsbankans varð raunar ekki til á árinu, en sló í gegn hjá Bretum. Þrátt fyrir bankakrísu og áhyggjur samfara Northern Rock héldu Bretar ótrauðir áfram að leggja sparnað sinn inn hjá Landsbankanum.Innlán þar nema nú hátt í fimm milljörðum punda, eða sem nemur sex hundruð milljörðum íslenskra króna. Hlutfall innlána af útlánum hjá bankanum hefur í kjölfarið aukist úr fjórðungi í þrjá fjórðu.„Besti díllinn“Björgólfur Thor Björgólfsson Tók inn milljarða á sölunni á BTC.Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi 90 prósenta hlut sinn í búlgarska landsímanum BTC um miðjan ágúst. Andvirði sölunnar nam 1,4 milljörðum evra eða sem nemur 127 milljörðum íslenskra króna. Bandaríska fjármálafyrirtækið AIG Global Investment Group keypti hlutinn. Hermt er að Björgólfur Thor hafi innleyst 60 milljarða króna hagnað við söluna og lá „með cash þegar ósköpin dundu yfir í haust“, sagði einn álitsgjafa og annar bætti við „rétt áður en slíkt hefði verið ómögulegt“. Styrkti stöðunaJón ásgeir jóhannesson Styrkti stöðu sína í FL Group verulega.„Jón Ásgeir styrkti stöðu sína í FL Group með erlendum eignum,“ sagði einn álitsgjafa um hlutafjáraukningu Baugs Group í FL Group nú undir lok ársins. Hlutafé í FL Group var aukið um 64 milljarða króna í upphafi síðasta mánaðar ársins. Baugur komst til frekari áhrifa í félaginu með því að fasteignafélög Baugs voru færð undir FL. Þannig varð næstum 40 prósenta hlutur í Landic Property settur inn í FL, helmingshlutur í Þyrpingu og tæplega fjórðungur í Eik. Þá keypti FL eignarhluti í alþjóðlegum fasteignasjóðum af Baugi Group. BG Capital ehf., handhafi fasteignafélaganna, eignaðist samfara þessu yfir fjórtán prósenta hlut í FL Group. AMR ... vart hægt að segja annaðMeirihluti álitsgjafa var ekki í vafa um hver væru verstu viðskipti ársins. „Versti díllinn“ varð einum þeirra að orði. Þar var rætt um kaup og sölu FL Group á hlutum í bandaríska flugrisanum AMR. FL Group var um tíma stærsti hluthafinn í AMR og átti mest 9,3 prósenta hlut í félaginu. FL á nú rúmt prósent.Ætla má að félagið hafi varið tugum milljarða í kaup í AMR á árinu sem ekki skiluðu sér. Þegar bróðurparturinn af hlutnum var seldur í nóvember, hafði gengi bréfa í AMR lækkað jafnt og þétt.Verðmæti hlutar FL Group í AMR var ríflega þrjátíu milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. En hann lækkaði í virði um fimmtán milljarða á árinu. Hannes Smárason, þá forstjóri FL Group, reyndi ýmislegt til að glæða þessa fjárfestingu lífi, en allt kom fyrir ekki.Geysir Green-VitleysanÁlitsgjafar Markaðarins nefndu fleiri viðskipti í hópi þeirra verstu og bestu á árinu. Hasarinn í kringum samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest nefndu flestir.Af vel heppnuðum viðskiptum nefndu álitsgjafar meðal annars yfirtöku Marels á Stork, kaup Kaupþings á hollenska bankanum NBIC og fjárfestingu Róberts Wessmans í Háskólanum í Reykjavík.
Markaðir Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira