Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. desember 2007 06:00 Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eðli málsins samkvæmt er misjafnt hvað fulltrúum blaðsins í dómnefnd var hugleiknast og haft var orð á mörgum ólíkum hlutum. Þannig var Björgólfi Thor hrósað fyrir vel heppnaða yfirtöku á Actavis á árinu. Þá þótti ekki ónýtt hvernig hann innleysti rækilegan hagnað á árinu, bæði með sölunni á fjarskiptafélaginu BTC og EIBank í Búlgaríu. „Hann fékk þarna gott verð og náði að liggja með lausafé þegar ósköpin dundu yfir í haust,“ hafði einn dómnefndarmanna á orði. Róbert Wessman tryggði sér hins vegar sess á blaði með því að leggja einn milljarð króna sem hlutafé í nýstofnaðan Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. „Hann hefur leitt vöxt Actavis með glæsibrag í mörg ár og uppskar ríkulega þegar fyrirtækið var tekið af markaði. Þá setti hann af stað sitt eigið fjárfestingarfélag á árinu með úrvalsfólk í kring um sig og er að byrja að láta til sín taka á nýjum vettvangi. Bestu viðskipti ársins fannst mér vera innkoma hans í Háskólann í Reykjavík,“ sagði dómnefndarmaður.Róbert Wessman Forstjóri Actavis var í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann þykir meðal annars hafa gert vel í að fjárfesta í Háskólanum í Reykjavík. Markaðurinn/AntonSigurjón Árnason kemst svo þetta ofarlega í valinu fyrir að hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra með Icesave innlánsreikningunum í Bretlandi og styrkja stöðu Landsbankans með framsæknum aðgerðum.Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, var í fjórða sæti í vali Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Margir dást að Icesave innlánsreikningi bankans í Bretlandi. Markaðurinn/GVAEkki verður sett upp frekari goggunarröð á þá sem eftir fylgdu á topp tíu yfir þá sem nefndir voru. Þar eru hins vegar nöfn á borð við Hörð Arnarson, forstjóra Marel Food Systems, en á árinu hafðist í gegn samruni við Stork Food Systems sem lengi hefur verið unnið að. Þá hefur Marel gengið í gegnum stórstígar breytingar og þanist út síðustu tvö árin. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þykir hafa staðið sig vel, sem og Andri Már Ingólfsson, fjárfestir og ferðamálafrömuður, og Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Þá fá Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, plús í kladdann fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar með kaupunum á NIBC. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eðli málsins samkvæmt er misjafnt hvað fulltrúum blaðsins í dómnefnd var hugleiknast og haft var orð á mörgum ólíkum hlutum. Þannig var Björgólfi Thor hrósað fyrir vel heppnaða yfirtöku á Actavis á árinu. Þá þótti ekki ónýtt hvernig hann innleysti rækilegan hagnað á árinu, bæði með sölunni á fjarskiptafélaginu BTC og EIBank í Búlgaríu. „Hann fékk þarna gott verð og náði að liggja með lausafé þegar ósköpin dundu yfir í haust,“ hafði einn dómnefndarmanna á orði. Róbert Wessman tryggði sér hins vegar sess á blaði með því að leggja einn milljarð króna sem hlutafé í nýstofnaðan Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. „Hann hefur leitt vöxt Actavis með glæsibrag í mörg ár og uppskar ríkulega þegar fyrirtækið var tekið af markaði. Þá setti hann af stað sitt eigið fjárfestingarfélag á árinu með úrvalsfólk í kring um sig og er að byrja að láta til sín taka á nýjum vettvangi. Bestu viðskipti ársins fannst mér vera innkoma hans í Háskólann í Reykjavík,“ sagði dómnefndarmaður.Róbert Wessman Forstjóri Actavis var í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann þykir meðal annars hafa gert vel í að fjárfesta í Háskólanum í Reykjavík. Markaðurinn/AntonSigurjón Árnason kemst svo þetta ofarlega í valinu fyrir að hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra með Icesave innlánsreikningunum í Bretlandi og styrkja stöðu Landsbankans með framsæknum aðgerðum.Sigurjón Þ. Árnason Sigurjón, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, var í fjórða sæti í vali Markaðarins á viðskiptamanni ársins. Margir dást að Icesave innlánsreikningi bankans í Bretlandi. Markaðurinn/GVAEkki verður sett upp frekari goggunarröð á þá sem eftir fylgdu á topp tíu yfir þá sem nefndir voru. Þar eru hins vegar nöfn á borð við Hörð Arnarson, forstjóra Marel Food Systems, en á árinu hafðist í gegn samruni við Stork Food Systems sem lengi hefur verið unnið að. Þá hefur Marel gengið í gegnum stórstígar breytingar og þanist út síðustu tvö árin. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þykir hafa staðið sig vel, sem og Andri Már Ingólfsson, fjárfestir og ferðamálafrömuður, og Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone. Þá fá Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, plús í kladdann fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar með kaupunum á NIBC.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira