Fasteignagullæðið búið 22. nóvember 2007 11:21 Ásgeir jónsson og Sölvi H. Blöndal. „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verðhækkunin verður minni,“ sagði Sölvi á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær. Mynd/Valli Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita. Verðhækkanir verða sem sagt undir fimm prósentum. „Gullæðið er búið,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, um íbúðamarkaðinn. „Það er ekki hægt að búast við þessum miklu almennu hækkunum á fasteignamarkaði áfram. Með því er ég ekki að segja að markaðurinn sé daufur. Það verður kannski ísskápsvöxtur en ekkert frost.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að verðið geti lækkað að raunvirði, en ekki að nafnvirði á næstu árum. Gera megi ráð fyrir þriggja til sex prósenta hækkun á næstu tveimur árum. Ásgeir fór yfir horfur á íbúðamarkaði á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær sem um 400 manns sóttu. Ásgeir segir að markaðurinn sé að þroskast. „Til framtíðar verður hugsað meira um staðsetningu, umhverfi, gæði og slíkt.“ Ásgeir bendir einnig á að þunginn í byggingum hafi færst frá íbúðarhúsnæði og menn reisi nú frekar verslunar- og skrifstofuhúsnæði. „Verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði náði hámarki í fyrra,“ segir Sölvi H. Blöndal, hjá greiningardeildinni, sem gerir ráð fyrir því að ró eigi eftir að færast yfir þann markað á næsta ári. „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verðhækkunin verður minni. Það eru gríðarleg umsvif í svona byggingum.“ Sölvi bendir á að leiguverðið hafi ekki fylgt öðrum verðhækkunum. „Ég held að þeir sem leigja geti vel unnt sínum hag. Það varð reyndar verðsprengja í fyrra. En það er í sjálfu sér leiðrétting.“ Sölvi bendir á að verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sé mjög mismunandi eftir staðsetningu. Verðið sé hæst í miðborg Reykjavíkur. „Þetta byggist líka upp í kring um miðstöðvar. Við Smáralind, Kringluna og víðar.“ Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita. Verðhækkanir verða sem sagt undir fimm prósentum. „Gullæðið er búið,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, um íbúðamarkaðinn. „Það er ekki hægt að búast við þessum miklu almennu hækkunum á fasteignamarkaði áfram. Með því er ég ekki að segja að markaðurinn sé daufur. Það verður kannski ísskápsvöxtur en ekkert frost.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir því að verðið geti lækkað að raunvirði, en ekki að nafnvirði á næstu árum. Gera megi ráð fyrir þriggja til sex prósenta hækkun á næstu tveimur árum. Ásgeir fór yfir horfur á íbúðamarkaði á fasteignaráðstefnu Kaupþings í gær sem um 400 manns sóttu. Ásgeir segir að markaðurinn sé að þroskast. „Til framtíðar verður hugsað meira um staðsetningu, umhverfi, gæði og slíkt.“ Ásgeir bendir einnig á að þunginn í byggingum hafi færst frá íbúðarhúsnæði og menn reisi nú frekar verslunar- og skrifstofuhúsnæði. „Verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði náði hámarki í fyrra,“ segir Sölvi H. Blöndal, hjá greiningardeildinni, sem gerir ráð fyrir því að ró eigi eftir að færast yfir þann markað á næsta ári. „Við erum ekki að spá verðlækkun, en verðhækkunin verður minni. Það eru gríðarleg umsvif í svona byggingum.“ Sölvi bendir á að leiguverðið hafi ekki fylgt öðrum verðhækkunum. „Ég held að þeir sem leigja geti vel unnt sínum hag. Það varð reyndar verðsprengja í fyrra. En það er í sjálfu sér leiðrétting.“ Sölvi bendir á að verð á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sé mjög mismunandi eftir staðsetningu. Verðið sé hæst í miðborg Reykjavíkur. „Þetta byggist líka upp í kring um miðstöðvar. Við Smáralind, Kringluna og víðar.“
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira