Umhugsunarefni hvort þetta eigi við 21. nóvember 2007 00:01 Indriði H. Þorláksson Ómögulegt að álykta að kenningar Laffers hafi virkað hér. „Að mínu viti hefur þetta ekkert verið rannsakað eða kannað, hvaða þættir hafa haft áhrif á breytingar á tekjuskatti fyrirtækja og meðan það hefur ekki verið gert er að mínu viti afskaplega óvarlegt að fullyrða, að ég tala nú ekki um að alhæfa, um ályktanir af þessum breytingum á þessum tíma." Þetta segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, um fullyrðingar um að lækkun fyrirtækjaskatta frá árinu 1991 hafi orðið til þess að skatttekjur af þeim hafi aukist. „Þá liggur ljóst fyrir að skattar sem slíkir, heildarskattar á Íslandi hafa hækkað á alla mælikvarða. Ekki bara í krónum, heldur líka að raungildi og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu," segir Indriði H. Þorláksson.Skattsneiðin vaxið hraðar en kakan„En sem svar við spurningunni um hvort skattar hafi lækkað, þá er svarið að heildarskattbyrðin hefur aukist og hún ræðst náttúrlega fyrst og fremst eða eingöngu af þeim ákvörðunum sem menn taka um ríkisútgjöld. Til lengri tíma litið ákvarðar það skattbyrðina og hærri skattbyrði hér á landi stafar nær eingöngu af því að stærri hluta þjóðarteknanna en áður er varið til samneyslunnar."Rætt hefur verið um að kakan sé nú stærri, hún hafi stækkað vegna aukinna umsvifa og þess vegna hafi tekjurnar aukist. Indriði segir að skattasneiðin hafi stækkað meira en kakan. „Vegna þess að skattar hlutfallslega eru stærri hluti af heildartekjum þjóðfélagsins en áður. Við getum orðað það svo að kaupmáttur opinberra tekna hefur aukist hraðar og meira en kaupmáttur ráðstöfunartekna einstaklinga," segir Indriði. „Ég held að það sé afskaplega hæpið að hægt sé að heimfæra auknar tekjur af skattlagningu fyrirtækja yfir á lækkun skatthlutfallsins. Hér hefur gerst svo fjöldamargt annað sem hefur áhrif. Tekjur fyrirtækja og skattar af þeim eru í eðli sínu mjög næm fyrir því sem á sér stað í efnahagsumhverfinu. Þegar illa gengur þá dragast þær saman og tapár skila sér í uppsöfnuðu tapi sem færist milli ára. Þetta hefur allt saman áhrif," bætir Indriði við.Hann segir að ekki megi gleyma því að mjög róttækar breytingar hafi gengið yfir í efnahagslífinu á undanförnum einum og hálfum áratug. Hann minnir á inngönguna í Evrópska efnahagssvæðið og einkavæðingu bankanna. „Þannig færðust þeir frá því að vera með stöðugt skattalegt tap í sínum rekstri. Núna eru þeir orðnir mjög stöndugir greiðendur tekjuskatts."Indriði nefnir einnig aðra meginbreytingu sem hafi áhrif á fyrirtækjaskattana; að fólk geti fært einkarekstur inn í hlutafélög. „Þannig hefur orðið til tekjutilfærsla. Þar sem áður voru einstaklingsskattar eru nú fyrirtækjaskattar."Pólitísk hentifræðiIndriði segir ýmislegt rétt í málflutningi Laffers. Það segi sig sjálft að ríkið fái engar tekjur sé skatthlutfallið núll. Og eins yrðu tekjurnar engar heldur ef hlutfallið væri 100 prósent. Þannig hljóti hámarkið að vera einhvers staðar þar á milli.„Menn hafa gripið þetta og notað svona sérstaklega í því sem ég kalla hentifræði. Það er þegar sett er fram tilgáta í þeim tilgangi að styðja ákveðinn málstað. Ef Laffer segir að skattar séu í eðli sínu vondir, þá þjónar það vafalaust tilgangi þeirra sem slíkar skoðanir hafa. Menn verða þá að athuga að skattar ráðast af því sem hið opinbera stendur fyrir. Þannig að þetta er kannski fyrst og fremst spurning um hvaða opinbera þjónustu menn vilja hafa eða ekki." Hins vegar sé erfitt að finna stað í raunveruleikanum sem styðji að lægra skatthlutfall auki skatttekjur til frambúðar.„Sé ónotuð framleiðslugeta fyrir hendi í efnahagskerfinu, atvinnuleysi til staðar og fleira. Það sé við slíkar aðstæður sem skattalækkanir geti hvatt til aukinna athafna og þannig aukið starfsemina. Það liggur hins vegar í augum uppi að í þjóðfélagi þar sem er ekkert atvinnuleysi þá hlýtur þetta að hafa mun minni áhrif heldur en annars staðar og þess vegna við okkar aðstæður. Það er með öðrum orðum umhugsunarefni hvort þetta eigi við." Undir smásjánni Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
„Að mínu viti hefur þetta ekkert verið rannsakað eða kannað, hvaða þættir hafa haft áhrif á breytingar á tekjuskatti fyrirtækja og meðan það hefur ekki verið gert er að mínu viti afskaplega óvarlegt að fullyrða, að ég tala nú ekki um að alhæfa, um ályktanir af þessum breytingum á þessum tíma." Þetta segir Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, um fullyrðingar um að lækkun fyrirtækjaskatta frá árinu 1991 hafi orðið til þess að skatttekjur af þeim hafi aukist. „Þá liggur ljóst fyrir að skattar sem slíkir, heildarskattar á Íslandi hafa hækkað á alla mælikvarða. Ekki bara í krónum, heldur líka að raungildi og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu," segir Indriði H. Þorláksson.Skattsneiðin vaxið hraðar en kakan„En sem svar við spurningunni um hvort skattar hafi lækkað, þá er svarið að heildarskattbyrðin hefur aukist og hún ræðst náttúrlega fyrst og fremst eða eingöngu af þeim ákvörðunum sem menn taka um ríkisútgjöld. Til lengri tíma litið ákvarðar það skattbyrðina og hærri skattbyrði hér á landi stafar nær eingöngu af því að stærri hluta þjóðarteknanna en áður er varið til samneyslunnar."Rætt hefur verið um að kakan sé nú stærri, hún hafi stækkað vegna aukinna umsvifa og þess vegna hafi tekjurnar aukist. Indriði segir að skattasneiðin hafi stækkað meira en kakan. „Vegna þess að skattar hlutfallslega eru stærri hluti af heildartekjum þjóðfélagsins en áður. Við getum orðað það svo að kaupmáttur opinberra tekna hefur aukist hraðar og meira en kaupmáttur ráðstöfunartekna einstaklinga," segir Indriði. „Ég held að það sé afskaplega hæpið að hægt sé að heimfæra auknar tekjur af skattlagningu fyrirtækja yfir á lækkun skatthlutfallsins. Hér hefur gerst svo fjöldamargt annað sem hefur áhrif. Tekjur fyrirtækja og skattar af þeim eru í eðli sínu mjög næm fyrir því sem á sér stað í efnahagsumhverfinu. Þegar illa gengur þá dragast þær saman og tapár skila sér í uppsöfnuðu tapi sem færist milli ára. Þetta hefur allt saman áhrif," bætir Indriði við.Hann segir að ekki megi gleyma því að mjög róttækar breytingar hafi gengið yfir í efnahagslífinu á undanförnum einum og hálfum áratug. Hann minnir á inngönguna í Evrópska efnahagssvæðið og einkavæðingu bankanna. „Þannig færðust þeir frá því að vera með stöðugt skattalegt tap í sínum rekstri. Núna eru þeir orðnir mjög stöndugir greiðendur tekjuskatts."Indriði nefnir einnig aðra meginbreytingu sem hafi áhrif á fyrirtækjaskattana; að fólk geti fært einkarekstur inn í hlutafélög. „Þannig hefur orðið til tekjutilfærsla. Þar sem áður voru einstaklingsskattar eru nú fyrirtækjaskattar."Pólitísk hentifræðiIndriði segir ýmislegt rétt í málflutningi Laffers. Það segi sig sjálft að ríkið fái engar tekjur sé skatthlutfallið núll. Og eins yrðu tekjurnar engar heldur ef hlutfallið væri 100 prósent. Þannig hljóti hámarkið að vera einhvers staðar þar á milli.„Menn hafa gripið þetta og notað svona sérstaklega í því sem ég kalla hentifræði. Það er þegar sett er fram tilgáta í þeim tilgangi að styðja ákveðinn málstað. Ef Laffer segir að skattar séu í eðli sínu vondir, þá þjónar það vafalaust tilgangi þeirra sem slíkar skoðanir hafa. Menn verða þá að athuga að skattar ráðast af því sem hið opinbera stendur fyrir. Þannig að þetta er kannski fyrst og fremst spurning um hvaða opinbera þjónustu menn vilja hafa eða ekki." Hins vegar sé erfitt að finna stað í raunveruleikanum sem styðji að lægra skatthlutfall auki skatttekjur til frambúðar.„Sé ónotuð framleiðslugeta fyrir hendi í efnahagskerfinu, atvinnuleysi til staðar og fleira. Það sé við slíkar aðstæður sem skattalækkanir geti hvatt til aukinna athafna og þannig aukið starfsemina. Það liggur hins vegar í augum uppi að í þjóðfélagi þar sem er ekkert atvinnuleysi þá hlýtur þetta að hafa mun minni áhrif heldur en annars staðar og þess vegna við okkar aðstæður. Það er með öðrum orðum umhugsunarefni hvort þetta eigi við."
Undir smásjánni Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira