Sænski bankinn SEB hefur frá og með deginum í dag aðild að hlutabréfamarkaði íslensku kauphallarinnar.
Bankinn er þegar aðili að kauphöllum OMX í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki. Út frá markaðshlutdeild er SEB stærsti hlutabréfamiðlarinn í norrænu kauphöllum OMX-samstæðunnar. Hann starfar á Norðurlöndunum, í Eystrasaltsríkjunum, Þýskalandi, Úkraínu og Rússlandi.
„Aðild SEB ber vott um þann aukna áhuga sem íslenski markaðurinn nýtur í kjölfar sameiningarinnar við OMX. Sýnileikinn hefur aukist og erlendir aðilar sjá tækifærin sem felast í þátttöku á íslenska markaðnum," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, í tilkynningu.