Koss í farbann 16. október 2007 05:00 Ljósmyndin sem fær ekki að fara til Parísar. Ljósmynd af tveimur rússneskum lögreglumönnum sem kyssast í skógi vöxnu vetrarlandslagi hefur valdið þó nokkrum usla í rússnesku menningarlífi. Ljósmyndin er verk listahópsins Bláu nefin, sem vildi með henni votta þekktu verki eftir graffarann Banksy virðingu sína. Myndin hefur verið til sýnis undanfarið í Tretyakov-listasafninu í Moskvu. Safnið stendur að sýningu á rússneskri samtímalist í París í vikunni en menningarmálaráðherra Rússlands, Alexander Sokolov, hefur ákveðið að myndin umdeilda fái ekki að vera með. „Birtist þessi mynd í París mun hún eingöngu kalla skömm yfir rússneska menningu. Því er ótækt að senda þetta klám til Parísar,“ sagði ráðherrann spurður um ákvörðun sína. Ráðherrann setti annað verk eftir blánefjahópinn einnig í farbann, en það er mynd sem sýnir Vladimír Pútín, George W. Bush og Osama bin Laden hoppa um í hjónarúmi á nærfötunum einum klæða. Listamennirnir eru að vonum ekki ánægðir með ákvörðun ráðherrans. „Ríkisafskipti af menningarlífi og listsköpun í Rússlandi eru að komast á sama stig og var undir stjórn Krústsjevs,“ sagði Alexander Shaburov sem er annar tveggja listamanna í Bláu nefjunum. Ljósmyndinni af lögreglumönnunum var ætlað að vera draumsýn um umburðarlyndan og ástríkan heim. „Ef tekið er tillit til þess að verkið hefur verið bannfært af ríkinu er klárt að draumsýnin er ekki við það að rætast,“ sagði Shaburov. -vþ Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ljósmynd af tveimur rússneskum lögreglumönnum sem kyssast í skógi vöxnu vetrarlandslagi hefur valdið þó nokkrum usla í rússnesku menningarlífi. Ljósmyndin er verk listahópsins Bláu nefin, sem vildi með henni votta þekktu verki eftir graffarann Banksy virðingu sína. Myndin hefur verið til sýnis undanfarið í Tretyakov-listasafninu í Moskvu. Safnið stendur að sýningu á rússneskri samtímalist í París í vikunni en menningarmálaráðherra Rússlands, Alexander Sokolov, hefur ákveðið að myndin umdeilda fái ekki að vera með. „Birtist þessi mynd í París mun hún eingöngu kalla skömm yfir rússneska menningu. Því er ótækt að senda þetta klám til Parísar,“ sagði ráðherrann spurður um ákvörðun sína. Ráðherrann setti annað verk eftir blánefjahópinn einnig í farbann, en það er mynd sem sýnir Vladimír Pútín, George W. Bush og Osama bin Laden hoppa um í hjónarúmi á nærfötunum einum klæða. Listamennirnir eru að vonum ekki ánægðir með ákvörðun ráðherrans. „Ríkisafskipti af menningarlífi og listsköpun í Rússlandi eru að komast á sama stig og var undir stjórn Krústsjevs,“ sagði Alexander Shaburov sem er annar tveggja listamanna í Bláu nefjunum. Ljósmyndinni af lögreglumönnunum var ætlað að vera draumsýn um umburðarlyndan og ástríkan heim. „Ef tekið er tillit til þess að verkið hefur verið bannfært af ríkinu er klárt að draumsýnin er ekki við það að rætast,“ sagði Shaburov. -vþ
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira