Tækifæri í umrótinu 24. ágúst 2007 04:00 Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. „Þetta eru góðir tímar til að ýta starfseminni úr vör, gott tækifæri til að koma inn á markaðinn enda höfum við komið vel út úr þeim gjörningaveðrum sem geysað hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu,“ er eftir honum haft í tilkynningu. Starfsemi Saga Capital er þegar komin á fullt skrið. Þegar starfa þrjátíu manns hjá bankanum, í Reykjavík og á Akureyri, og unnið er að verkefnum í níu löndum, allt frá Bandaríkjunum til Mið-Austurlanda. „Íslendingarnir koma... aftur“ Einhvern veginn þannig hljómaði upphaf greinar á vef danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Tilefnið er kaup Símans á danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone. Tónninn í greininni er reyndar ekki nálægt því eins neikvæður og oft áður þegar Íslendingar hafa sölsað undir sig rótgróin dönsk fyrirtæki. Gætir jafnvel ákveðinnar eftirvæntingar um hvort Símanum muni auðnast að hrista upp í þríeykinu sem ræður lögum og lofum á danska símamarkaðnum - TDC, Sonofon og Telia. Þótt BusinessPhone sé lítið og fremur óþekkt fyrirtæki virðist greinarhöfundur hafa nokkra trú á því að Síminn, með sína fjársterku bakhjarla, eigi góðan möguleika á að ná vænum bita af danska símamarkaðnum. Þá fullyrðir hann að fleiri stór símafyrirtæki hafi haft áhuga á fyrirtækinu. Enn á ný hafi það hins vegar verið Íslendingarnir sem hnepptu hnossið.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira