Tuttugu ár frá skattlausa árinu 4. júlí 2007 06:00 Árið 1987 opnaði Kringlan á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þar gafst landsmönnum kostur á að halda einkaneyslunni áfram innandyra. Snemma árs 1986 kom til tals að leggja niður eftirgreiðslukerfi í skattheimtu og taka upp staðgreiðslukerfi. Talverðar breytingar voru í vændum enda hafði eftirágreiðslukerfið fjölmarga agnúa. Skattkerfið fram til 1987 þótti þungt í vöfum. Skattþrep voru þrjú, allt frá um 15 prósentum fyrir lægstu tekjurnar til um 50 prósenta í efsta þrepi og hæstu tekjuflokkum. Ofan á það bættust undanþágur af ýmsum toga, svo sem afsláttur af lífeyrisiðgjöldum, vaxtagjöldum, viðhaldi á húsnæði og mörgu fleira. Í viðræðum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar við Vinnuveitendasambandið og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) fyrir kjarasamninga árið 1986 kom fram áhugi á því að stjórnvöld breyttu skattkerfinu og var leitast við að aðilar vinnumarkaðarins kæmu að breytingunni, sem líta mætti á sem innlegg stjórnvalda til kjarasamninga á vinnumarkaði. Gengið var í kerfisbreytinguna í samráði við Björn Björnsson, sem kom frá ASÍ, og Víglund Þorsteinsson, formann Félags iðnrekenda, sem þá var fulltrúi Vinnuveitendasambandsins. Frumvarpið var svo lagt fyrir Alþingi á fyrri hluta árs 1986. Ákvörðun um að hafa árið 1987 skattlaust með öllu var langt í frá einföld enda skiptar skoðanir um ágæti þess. Nokkrar hugmyndir komu upp á borðið, þar á meðal að setja staðgreiðslu skatta á um leið og hitt væri lagt niður um áramótin. Vikið var hins vegar frá þessum hugmyndum vegna yfirvofandi árekstra og fjölda ágreiningsmála sem gætu komið upp. Slíkur gjörningur hefði orðið ærið mannfrekur og kostnaðarsamur og þótti ekki þess virði að flækja málið með þeim hætti. Niðurstaðan varð sú að fella eftirágreiddan skatt niður um áramótin 1986 og láta launþega sleppa við að greiða skatt af tekjum sínum á meðan kerfisbreytingin kæmist í gagnið árið 1987. Þetta var gríðarleg einföldun á skattheimtu hér á landi. Í stað mismunandi skattþrepa og ýmissa afslátta og ívilnana var ákveðið að hafa 35,2 prósenta skatt á einstaklinga og persónuafslátt sem rúmaði þær undanþágur sem fengust í fyrra kerfi. Þetta voru talverðar breytingar á skattalegum útreikningum. En launþegar fundu mest fyrir breytingunni, sem tilkynnt var að yrði að veruleika snemma árs 1987.Losnað úr viðjum vinnuHeilsubælið Þórhallur Sigurðsson í hlutverki Saxa læknis, Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson í gamanþættinum Heilsubælið í Gervahverfi, sem sýndur var við góðar undirtektir í árdaga Stöðvar 2 árið 1987.Þeir sem voru í fastri daglaunavinnu með litlar launasveiflur fundu ekki mikið fyrir breytingunni að öðru leyti en því að þeir fengu laun sín óskert um hver mánaðamót þetta ár. Munaði um minna. Þeir sem haft höfðu sveiflukennd laun en lent í miklum uppgripum árið 1986 fundu hins vegar mjög fyrir breytingunni þar sem skattleysið olli því að þessir einstaklingar sluppu við að greiða eftirágreidda skatta fyrir uppgripsárið.Þeir sem höfðu ráðrúm á því að auka við sig vinnu högnuðust svo mun meira en aðrir. Í þennan hóp féllu margir, svo sem sjómenn og iðnaðarmenn.Eftirágreiðsla skatta var klafi á fólki og olli því að þeir sem höfðu verið í mikilli vinnu eitt árið urðu að leggja fyrir ættu þeir að eiga fyrir skattskuldbindingum næsta árs. Reyndar voru áætlaðir skattar greiddir fyrirfram í samræmi við álagningu ársins á undan um hver mánaðamót en þegar endanleg álagning skatta barst um mitt hvert ár gat talsverðu munað frá upphaflegri áætlun. Gátu menn því átt von á því að þurfa að greiða til baka ígildi heilla mánaðarlauna í skatta vegna mikilla tekna árið á undan. Þetta kom mjög illa við margar stéttir manna enda olli eftirágreiðsla skatta því að þeir sem höfðu mikil uppgrip eitt árið urðu ýmist að leggja talsvert fyrir til að eiga fyrir yfirvofandi álagningu eða halda áfram í stífri vinnu. Skiljanlega var því snúið fyrir mjög marga að laga sig að sveiflukenndum aðstæðum ár frá ári.Með staðgreiðslunni sem tekin var upp árið 1988 hurfu þessir hlekkir af þeim sem unnu störf með sveiflukenndum tekjum. Enda hófu þeir, líkt og velflestir, að staðgreiða skatta við hver mánaðamót með tiltölulega litlum breytingum allajafna þegar álagningarseðillinn barst inn um bréfalúguna þegar nær dró hausti.Mikil einkaneyslaunglingur í bakaríi? Þessi ungi maður er Bjarni Arason en myndin var tekin um það leyti sem hann fór með sigur af hólmi í keppni gleðisveitarinnar Stuðmanna um Látúnsbarkann árið 1987. Markaðurinn/JAKÁrið 1987 varð eðlilega afbrigðilegt í hagfræðilegu tilliti þegar sköttum sleppti. Uppsveifluskeið hafði staðið yfir undangengin þrjú ár, frá 1984. Laun hækkuðu gríðarlega á þessum þremur árum, um ein 300 prósent - sem var að margra mati óhóflegt - og virtist ekkert ætla að draga úr á skattlausa árinu.Atvinnuþátttaka tók stökkið við skattbreytinguna árið 1987 og var með mesta móti. Samhliða breytingunni tók kaupmáttur ráðstöfunartekna (að teknu tilliti til verðbólgu, skatta og bóta) sömuleiðis heljarstökk og jókst um heil 43 prósent á milli ára. Annað eins hefur ekki sést. Einkaneysla jókst að sama skapi gríðarlega, um heil 16,2 prósent að raungildi á milli ára en um 23 prósent við enda uppsveiflunnar á árabilinu 1986 til 1987. Önnur eins aukning á milli ára er vandfundin.Ástæðan fyrir þessu risastökki var vitanlega sú að hvatinn til sparnaðar var lítill sem enginn í efnahagsumhverfi sem flaggaði 18,8 prósenta verðbólgu sem þýddi að varla borgaði sig að leggja fyrir inn á sparifjárreikning. Reynslan var reyndar lítil af sparnaði hér á landi á þessum tíma enda ofurverðbólguárum rétt ólokið þegar sparnaður fólks hreinlega gufaði upp á sparireikningum. Lánin fóru sömu leið líkt og margir kannast við og virðist sem mottó manna allt fram undir lok níunda áratugar síðustu aldar hafi verið að eyða fremur en spara. Óhætt er að segja að sparnaður fólks hafi sjaldan verið með minna móti einmitt á sama tíma og fólk fékk óvenjuhátt hlutfall launa sinna beint í vasann. Svo lítill var hvatinn til sparnaðar. Hafa verður í huga að sparnaðarleiðir í öðrum löndum voru lokaðar landsmönnum. Þær opnuðust ekki fyrr en eftir 1990 að einhverju marki.Á sama tíma og hið opinbera varð af tekjuskattgreiðslum í eitt ár sá það sömuleiðis á eftir öðrum stórum lið, hluta aðflutningsgjalda á ökutæki. Stór neysluliður á skattlausa árinu fólst einmitt í kaupum fólks á bifreiðum. Kaup á ökutækjum voru ekki á allra færi fyrir 1987. Hluti af samkomulagi stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna árið 1986 fólst í lækkun á aðflutningsgjöldum af bílum til að auðvelda almenningi að eignast ökutæki. Lækkunin kom öll til árið 1987 og skilaði sér í því að kaupmáttur jókst gríðarlega. Bílainnflutningur rauk upp úr öllu valdi. Rúmlega 18.000 bílar voru fluttir inn á skattlausa árinu og nam hlutfall bílakaupa af neyslu landsmanna heilum átta prósentum. Hlutfallið er einsdæmi hér á landi og hefur enn sem komið er ekki verið slegið.lítið atvinnuleysiAtvinnuleysi var lítið á skattlausa árinu, í kringum 0,5 prósent, enda mikill hvati til aukinnar vinnu þar sem tekjuskatti var sleppt úr launaumslaginu. Svo mikil var ásóknin í vinnu að yfirskoðunarmenn á ríkisreikningum fyrir árið geta þess sérstaklega að í ljós hafi komið að stjórn á vinnuaflsnotkun hafi verið víða ábótavant og umfram heimildir hjá stofnunum ríkisins. Hafi þeir rekist á nokkur dæmi þess að einstakir menn hafi fengið greiddar um eða yfir 1.600 yfirvinnustundir á árinu. Það jafngildir tæpum 4,4 yfirvinnustundum á dag allan ársins hring, helgar jafnt sem helgidaga og aðra almenna frídaga, bæði um páska og jól. Svo virðist sem viðkomandi hafi ekki einu sinni tekið sér sumarfrí vegna anna. Sérstaklega er tekið fram að þetta sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist.Hafa ber í huga að atvinnulífið var talsvert öðruvísi á níunda áratug síðustu aldar en nú. Svigrúm til innflutnings á vinnuafli var lítið enda samningar landa á milli ekki til fyrr en með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem var undirritaður árið 1993.Efnahagslægð í kjölfar þensluÞað er engu líkara en að Íslendingar hafi ofkeyrt sig á skattlausa árinu og ýmist brostið kraftur eða lagst fyrir til að endurnýja aflið fyrir komandi tíð. Ský tók að draga fyrir sólu strax næsta ár. Óhóflegur vöxtur kaupmáttar og mikil einkaneysla í stað fjárfestinga sem skilað geta afkomu til lengri tíma gróf hratt undan viðskiptajöfnuði ársins á undan og skilaði sér í viðskiptahalla upp á 3,5 prósent á skattlausa árinu.Ekki horfði til betri vegar árið eftir en þá varð aflabrestur í þorskveiðum sem drógust saman um fimmtán prósent auk þess sem landsframleiðsla dróst verulega saman. Þar á ofan gekk alþjóðleg haglægð yfir sem hafði áhrif hér á landi. Atvinnuleysi jókst jafnt og þétt eftir 1987 og fór úr 0,5 prósentum í fimm prósent árið 1995. Það jafngildir því að sex þúsund manns hafi verið án atvinnu. Ekki fór sólin að skína á ný í íslensku efnahagslífi fyrr en um miðjan tíunda áratuginn þegar uppsveiflan hófst aftur. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Snemma árs 1986 kom til tals að leggja niður eftirgreiðslukerfi í skattheimtu og taka upp staðgreiðslukerfi. Talverðar breytingar voru í vændum enda hafði eftirágreiðslukerfið fjölmarga agnúa. Skattkerfið fram til 1987 þótti þungt í vöfum. Skattþrep voru þrjú, allt frá um 15 prósentum fyrir lægstu tekjurnar til um 50 prósenta í efsta þrepi og hæstu tekjuflokkum. Ofan á það bættust undanþágur af ýmsum toga, svo sem afsláttur af lífeyrisiðgjöldum, vaxtagjöldum, viðhaldi á húsnæði og mörgu fleira. Í viðræðum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar við Vinnuveitendasambandið og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) fyrir kjarasamninga árið 1986 kom fram áhugi á því að stjórnvöld breyttu skattkerfinu og var leitast við að aðilar vinnumarkaðarins kæmu að breytingunni, sem líta mætti á sem innlegg stjórnvalda til kjarasamninga á vinnumarkaði. Gengið var í kerfisbreytinguna í samráði við Björn Björnsson, sem kom frá ASÍ, og Víglund Þorsteinsson, formann Félags iðnrekenda, sem þá var fulltrúi Vinnuveitendasambandsins. Frumvarpið var svo lagt fyrir Alþingi á fyrri hluta árs 1986. Ákvörðun um að hafa árið 1987 skattlaust með öllu var langt í frá einföld enda skiptar skoðanir um ágæti þess. Nokkrar hugmyndir komu upp á borðið, þar á meðal að setja staðgreiðslu skatta á um leið og hitt væri lagt niður um áramótin. Vikið var hins vegar frá þessum hugmyndum vegna yfirvofandi árekstra og fjölda ágreiningsmála sem gætu komið upp. Slíkur gjörningur hefði orðið ærið mannfrekur og kostnaðarsamur og þótti ekki þess virði að flækja málið með þeim hætti. Niðurstaðan varð sú að fella eftirágreiddan skatt niður um áramótin 1986 og láta launþega sleppa við að greiða skatt af tekjum sínum á meðan kerfisbreytingin kæmist í gagnið árið 1987. Þetta var gríðarleg einföldun á skattheimtu hér á landi. Í stað mismunandi skattþrepa og ýmissa afslátta og ívilnana var ákveðið að hafa 35,2 prósenta skatt á einstaklinga og persónuafslátt sem rúmaði þær undanþágur sem fengust í fyrra kerfi. Þetta voru talverðar breytingar á skattalegum útreikningum. En launþegar fundu mest fyrir breytingunni, sem tilkynnt var að yrði að veruleika snemma árs 1987.Losnað úr viðjum vinnuHeilsubælið Þórhallur Sigurðsson í hlutverki Saxa læknis, Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson í gamanþættinum Heilsubælið í Gervahverfi, sem sýndur var við góðar undirtektir í árdaga Stöðvar 2 árið 1987.Þeir sem voru í fastri daglaunavinnu með litlar launasveiflur fundu ekki mikið fyrir breytingunni að öðru leyti en því að þeir fengu laun sín óskert um hver mánaðamót þetta ár. Munaði um minna. Þeir sem haft höfðu sveiflukennd laun en lent í miklum uppgripum árið 1986 fundu hins vegar mjög fyrir breytingunni þar sem skattleysið olli því að þessir einstaklingar sluppu við að greiða eftirágreidda skatta fyrir uppgripsárið.Þeir sem höfðu ráðrúm á því að auka við sig vinnu högnuðust svo mun meira en aðrir. Í þennan hóp féllu margir, svo sem sjómenn og iðnaðarmenn.Eftirágreiðsla skatta var klafi á fólki og olli því að þeir sem höfðu verið í mikilli vinnu eitt árið urðu að leggja fyrir ættu þeir að eiga fyrir skattskuldbindingum næsta árs. Reyndar voru áætlaðir skattar greiddir fyrirfram í samræmi við álagningu ársins á undan um hver mánaðamót en þegar endanleg álagning skatta barst um mitt hvert ár gat talsverðu munað frá upphaflegri áætlun. Gátu menn því átt von á því að þurfa að greiða til baka ígildi heilla mánaðarlauna í skatta vegna mikilla tekna árið á undan. Þetta kom mjög illa við margar stéttir manna enda olli eftirágreiðsla skatta því að þeir sem höfðu mikil uppgrip eitt árið urðu ýmist að leggja talsvert fyrir til að eiga fyrir yfirvofandi álagningu eða halda áfram í stífri vinnu. Skiljanlega var því snúið fyrir mjög marga að laga sig að sveiflukenndum aðstæðum ár frá ári.Með staðgreiðslunni sem tekin var upp árið 1988 hurfu þessir hlekkir af þeim sem unnu störf með sveiflukenndum tekjum. Enda hófu þeir, líkt og velflestir, að staðgreiða skatta við hver mánaðamót með tiltölulega litlum breytingum allajafna þegar álagningarseðillinn barst inn um bréfalúguna þegar nær dró hausti.Mikil einkaneyslaunglingur í bakaríi? Þessi ungi maður er Bjarni Arason en myndin var tekin um það leyti sem hann fór með sigur af hólmi í keppni gleðisveitarinnar Stuðmanna um Látúnsbarkann árið 1987. Markaðurinn/JAKÁrið 1987 varð eðlilega afbrigðilegt í hagfræðilegu tilliti þegar sköttum sleppti. Uppsveifluskeið hafði staðið yfir undangengin þrjú ár, frá 1984. Laun hækkuðu gríðarlega á þessum þremur árum, um ein 300 prósent - sem var að margra mati óhóflegt - og virtist ekkert ætla að draga úr á skattlausa árinu.Atvinnuþátttaka tók stökkið við skattbreytinguna árið 1987 og var með mesta móti. Samhliða breytingunni tók kaupmáttur ráðstöfunartekna (að teknu tilliti til verðbólgu, skatta og bóta) sömuleiðis heljarstökk og jókst um heil 43 prósent á milli ára. Annað eins hefur ekki sést. Einkaneysla jókst að sama skapi gríðarlega, um heil 16,2 prósent að raungildi á milli ára en um 23 prósent við enda uppsveiflunnar á árabilinu 1986 til 1987. Önnur eins aukning á milli ára er vandfundin.Ástæðan fyrir þessu risastökki var vitanlega sú að hvatinn til sparnaðar var lítill sem enginn í efnahagsumhverfi sem flaggaði 18,8 prósenta verðbólgu sem þýddi að varla borgaði sig að leggja fyrir inn á sparifjárreikning. Reynslan var reyndar lítil af sparnaði hér á landi á þessum tíma enda ofurverðbólguárum rétt ólokið þegar sparnaður fólks hreinlega gufaði upp á sparireikningum. Lánin fóru sömu leið líkt og margir kannast við og virðist sem mottó manna allt fram undir lok níunda áratugar síðustu aldar hafi verið að eyða fremur en spara. Óhætt er að segja að sparnaður fólks hafi sjaldan verið með minna móti einmitt á sama tíma og fólk fékk óvenjuhátt hlutfall launa sinna beint í vasann. Svo lítill var hvatinn til sparnaðar. Hafa verður í huga að sparnaðarleiðir í öðrum löndum voru lokaðar landsmönnum. Þær opnuðust ekki fyrr en eftir 1990 að einhverju marki.Á sama tíma og hið opinbera varð af tekjuskattgreiðslum í eitt ár sá það sömuleiðis á eftir öðrum stórum lið, hluta aðflutningsgjalda á ökutæki. Stór neysluliður á skattlausa árinu fólst einmitt í kaupum fólks á bifreiðum. Kaup á ökutækjum voru ekki á allra færi fyrir 1987. Hluti af samkomulagi stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna árið 1986 fólst í lækkun á aðflutningsgjöldum af bílum til að auðvelda almenningi að eignast ökutæki. Lækkunin kom öll til árið 1987 og skilaði sér í því að kaupmáttur jókst gríðarlega. Bílainnflutningur rauk upp úr öllu valdi. Rúmlega 18.000 bílar voru fluttir inn á skattlausa árinu og nam hlutfall bílakaupa af neyslu landsmanna heilum átta prósentum. Hlutfallið er einsdæmi hér á landi og hefur enn sem komið er ekki verið slegið.lítið atvinnuleysiAtvinnuleysi var lítið á skattlausa árinu, í kringum 0,5 prósent, enda mikill hvati til aukinnar vinnu þar sem tekjuskatti var sleppt úr launaumslaginu. Svo mikil var ásóknin í vinnu að yfirskoðunarmenn á ríkisreikningum fyrir árið geta þess sérstaklega að í ljós hafi komið að stjórn á vinnuaflsnotkun hafi verið víða ábótavant og umfram heimildir hjá stofnunum ríkisins. Hafi þeir rekist á nokkur dæmi þess að einstakir menn hafi fengið greiddar um eða yfir 1.600 yfirvinnustundir á árinu. Það jafngildir tæpum 4,4 yfirvinnustundum á dag allan ársins hring, helgar jafnt sem helgidaga og aðra almenna frídaga, bæði um páska og jól. Svo virðist sem viðkomandi hafi ekki einu sinni tekið sér sumarfrí vegna anna. Sérstaklega er tekið fram að þetta sé langt umfram það sem eðlilegt geti talist.Hafa ber í huga að atvinnulífið var talsvert öðruvísi á níunda áratug síðustu aldar en nú. Svigrúm til innflutnings á vinnuafli var lítið enda samningar landa á milli ekki til fyrr en með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem var undirritaður árið 1993.Efnahagslægð í kjölfar þensluÞað er engu líkara en að Íslendingar hafi ofkeyrt sig á skattlausa árinu og ýmist brostið kraftur eða lagst fyrir til að endurnýja aflið fyrir komandi tíð. Ský tók að draga fyrir sólu strax næsta ár. Óhóflegur vöxtur kaupmáttar og mikil einkaneysla í stað fjárfestinga sem skilað geta afkomu til lengri tíma gróf hratt undan viðskiptajöfnuði ársins á undan og skilaði sér í viðskiptahalla upp á 3,5 prósent á skattlausa árinu.Ekki horfði til betri vegar árið eftir en þá varð aflabrestur í þorskveiðum sem drógust saman um fimmtán prósent auk þess sem landsframleiðsla dróst verulega saman. Þar á ofan gekk alþjóðleg haglægð yfir sem hafði áhrif hér á landi. Atvinnuleysi jókst jafnt og þétt eftir 1987 og fór úr 0,5 prósentum í fimm prósent árið 1995. Það jafngildir því að sex þúsund manns hafi verið án atvinnu. Ekki fór sólin að skína á ný í íslensku efnahagslífi fyrr en um miðjan tíunda áratuginn þegar uppsveiflan hófst aftur.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira