Stórskipahöfn á Kársnesi 3. júlí 2007 06:00 Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa á undanförnum mánuðum mótmælt væntanlegum skipulagsbreytingum á Kársnesi. Þar er gert ráð fyrir talsverðri þéttingu byggðar ásamt stórskipahöfn með tilheyrandi þungaflutningum. Í fréttum ríkissjónvarpsins þann 1. júlí var viðtal við íbúa í vesturbæ Kópavogs sem kvaðst þreyttur á að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs hefði meiri áhuga á ferðum bæjarstjórans í Kópavogi á súlustaði en væntanlegri stórskipahöfn á Kársnesi. Þessi ummæli þykir mér ástæða til að leiðrétta enda um rakin misskilning að ræða. Fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa aldrei tjáð sig um meint tengsl bæjarstjórans við súlustaði bæjarins, hvorki á bæjarstjórnarfundum eða í fjölmiðlum. Undirrituð hefur hins vegar fjallað um meint lögbrot á næturklúbbnum Goldfinger í Kópavogi þegar málefnið var til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hins vegar hafa allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ásamt fulltrúum í skipulagsnefnd ítrekað lýst sig andvíga stórskipahöfn í Kópavogi bæði í fjölmiðlum og í umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Í fundargerðum sem eru aðgengilegar á netinu má sjá fjölmargar bókanir þar að lútandi. Samfylkingin í Kópavogi lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að við myndum leggjast alfarið gegn frekari uppbyggingu hafnar á Kársnesi og því höfum við fylgt staðfastlega eftir allt síðasta ár. Enn fremur höfum við lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesinu með tilheyrandi umferðarþunga og höfum beitt okkur gegn svo þéttu skipulagi sem fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Hvað fjölmiðlar telja svo fréttamat, er þeirra að ákveða, en þótt einstaka mál sem eru til umfjöllunar í bæjarstjórn Kópavogs rati ekki í fjölmiðla þýðir það ekki að við vinnum ekki af fullum krafti að þeim málum, bæði stórum og smáum. Væntanlegar skipulagsbreytingar í vesturbæ Kópavogs ásamt stórskipahöfn er alfarið á ábyrgð sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi. Það eru þeir tveir flokkar sem mynda meirihluta í bæjarstjórn og því er ákvörðunarvaldið þeirra. Samfylkingin mun nú sem fyrr veita þeim kröftugt aðhald í öllum málum, hvort sem sá málflutningur okkar ratar í fjölmiðla eða ekki. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa á undanförnum mánuðum mótmælt væntanlegum skipulagsbreytingum á Kársnesi. Þar er gert ráð fyrir talsverðri þéttingu byggðar ásamt stórskipahöfn með tilheyrandi þungaflutningum. Í fréttum ríkissjónvarpsins þann 1. júlí var viðtal við íbúa í vesturbæ Kópavogs sem kvaðst þreyttur á að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs hefði meiri áhuga á ferðum bæjarstjórans í Kópavogi á súlustaði en væntanlegri stórskipahöfn á Kársnesi. Þessi ummæli þykir mér ástæða til að leiðrétta enda um rakin misskilning að ræða. Fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa aldrei tjáð sig um meint tengsl bæjarstjórans við súlustaði bæjarins, hvorki á bæjarstjórnarfundum eða í fjölmiðlum. Undirrituð hefur hins vegar fjallað um meint lögbrot á næturklúbbnum Goldfinger í Kópavogi þegar málefnið var til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hins vegar hafa allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ásamt fulltrúum í skipulagsnefnd ítrekað lýst sig andvíga stórskipahöfn í Kópavogi bæði í fjölmiðlum og í umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Í fundargerðum sem eru aðgengilegar á netinu má sjá fjölmargar bókanir þar að lútandi. Samfylkingin í Kópavogi lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að við myndum leggjast alfarið gegn frekari uppbyggingu hafnar á Kársnesi og því höfum við fylgt staðfastlega eftir allt síðasta ár. Enn fremur höfum við lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesinu með tilheyrandi umferðarþunga og höfum beitt okkur gegn svo þéttu skipulagi sem fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Hvað fjölmiðlar telja svo fréttamat, er þeirra að ákveða, en þótt einstaka mál sem eru til umfjöllunar í bæjarstjórn Kópavogs rati ekki í fjölmiðla þýðir það ekki að við vinnum ekki af fullum krafti að þeim málum, bæði stórum og smáum. Væntanlegar skipulagsbreytingar í vesturbæ Kópavogs ásamt stórskipahöfn er alfarið á ábyrgð sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi. Það eru þeir tveir flokkar sem mynda meirihluta í bæjarstjórn og því er ákvörðunarvaldið þeirra. Samfylkingin mun nú sem fyrr veita þeim kröftugt aðhald í öllum málum, hvort sem sá málflutningur okkar ratar í fjölmiðla eða ekki. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar