Hrottaleg misþyrming á hundi kærð Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 29. júní 2007 05:30 Kristjana Margrét Svansdóttir ásamt Lúkasi. Eigandi hunds sem týndist á Akureyri um hvítasunnuna hefur nú kært hrottalega misþyrmingu á hundinum til lögreglu. Að sögn eigandans urðu grimmdarlegar aðfarir hundinum að bana. Hundurinn Lúkas, sem er hreinræktaður af tegundinni Chinese crested, strauk að heiman um hvítasunnuna. „Hann var nýkominn úr geldingaraðgerð og því gat ég ekki haft hann með mér í vinnuna eins og ég er vön,“ segir eigandinn, Kristjana Margrét Svansdóttir. Meðan hún skaust frá, í um klukkustund, vaknaði Lúkas, enn hálfvankaður af svæfingunni, og gat kraflað sig upp að glugga þar sem hann komst út. Hópur fólks leitaði hans vikum saman, auk þess sem Kristjana hengdi upp auglýsingar um allan bæ þar sem háum fundarlaunum var heitið. Af og til spurðist til Lúkasar en hann var eldstyggur og alltaf þotinn í burtu þegar Kristjana kom á staðinn. „Á bíladögum sem haldnir voru í bænum 15.-17. júní hafði ég svo spurnir af því að hópur stráka hefði fundið Lúkas. Ég vissi ekki hverjir þetta voru en varð mjög glöð, því ég hélt þeir myndu koma honum til mín, þar sem auglýsingarnar mínar voru svo víða.“ En á því varð bið. Hins vegar fór að berast orðrómur um afdrif Lúkasar, þess efnis að sést hafi til hóps pilta um og undir tvítugt með hann. Einn þeirra hafi sett hundinn í íþróttatösku og þeir síðan sparkað töskunni á milli sín þar til hundurinn var hættur að veina. Kristjana kveðst hafa fengið staðfest sannleiksgildi þessa. Í gær fór hún og kærði athæfið til lögreglunnar á Akureyri. Þá hafði hún safnað gögnum sem hún lagði fram. lúkas Þannig leit hann út, hundurinn sem týndist á Akureyri. „Nú vil ég bara fá Lúkas til að geta jarðað hann,“ segir Kristjana. „Ég get ekki hugsað mér að hann liggi einhvers staðar í reiðileysi.“ Einn meintra þátttakenda í misþyrmingunum, sem býr í Reykjavík, er með opna bloggsíðu þar sem hótunum um aðför og líkamsmeiðingar og fúkyrðum af verstu tegund rigndi inn í gær. „Ég er persónulega búinn að setja menn á þig… ég veit hvar þú ert og hvert þú ferð,“ mátti meðal annars lesa á síðunni. Og einnig: „Vona að þeir sem hafa hótað þér standi við hótanir sínar.“ Ekki náðist í umræddan pilt í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Faðir hans vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. Lúkasarmálið Tengdar fréttir Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 12:58 Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 22:03 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Eigandi hunds sem týndist á Akureyri um hvítasunnuna hefur nú kært hrottalega misþyrmingu á hundinum til lögreglu. Að sögn eigandans urðu grimmdarlegar aðfarir hundinum að bana. Hundurinn Lúkas, sem er hreinræktaður af tegundinni Chinese crested, strauk að heiman um hvítasunnuna. „Hann var nýkominn úr geldingaraðgerð og því gat ég ekki haft hann með mér í vinnuna eins og ég er vön,“ segir eigandinn, Kristjana Margrét Svansdóttir. Meðan hún skaust frá, í um klukkustund, vaknaði Lúkas, enn hálfvankaður af svæfingunni, og gat kraflað sig upp að glugga þar sem hann komst út. Hópur fólks leitaði hans vikum saman, auk þess sem Kristjana hengdi upp auglýsingar um allan bæ þar sem háum fundarlaunum var heitið. Af og til spurðist til Lúkasar en hann var eldstyggur og alltaf þotinn í burtu þegar Kristjana kom á staðinn. „Á bíladögum sem haldnir voru í bænum 15.-17. júní hafði ég svo spurnir af því að hópur stráka hefði fundið Lúkas. Ég vissi ekki hverjir þetta voru en varð mjög glöð, því ég hélt þeir myndu koma honum til mín, þar sem auglýsingarnar mínar voru svo víða.“ En á því varð bið. Hins vegar fór að berast orðrómur um afdrif Lúkasar, þess efnis að sést hafi til hóps pilta um og undir tvítugt með hann. Einn þeirra hafi sett hundinn í íþróttatösku og þeir síðan sparkað töskunni á milli sín þar til hundurinn var hættur að veina. Kristjana kveðst hafa fengið staðfest sannleiksgildi þessa. Í gær fór hún og kærði athæfið til lögreglunnar á Akureyri. Þá hafði hún safnað gögnum sem hún lagði fram. lúkas Þannig leit hann út, hundurinn sem týndist á Akureyri. „Nú vil ég bara fá Lúkas til að geta jarðað hann,“ segir Kristjana. „Ég get ekki hugsað mér að hann liggi einhvers staðar í reiðileysi.“ Einn meintra þátttakenda í misþyrmingunum, sem býr í Reykjavík, er með opna bloggsíðu þar sem hótunum um aðför og líkamsmeiðingar og fúkyrðum af verstu tegund rigndi inn í gær. „Ég er persónulega búinn að setja menn á þig… ég veit hvar þú ert og hvert þú ferð,“ mátti meðal annars lesa á síðunni. Og einnig: „Vona að þeir sem hafa hótað þér standi við hótanir sínar.“ Ekki náðist í umræddan pilt í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Faðir hans vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið.
Lúkasarmálið Tengdar fréttir Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 12:58 Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 22:03 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Lúkasar minnst með kertavökum í kvöld Kertavaka til minningar um hund sem var drepinn með hrottalegum hætti á Akureyri á dögunum verður haldin í Reykjavík, Akureyri og á Vopnafirði í kvöld. Miklar umræður hafa spunnist á Netinu vegna málsins en þar er því haldið fram að ungir drengir hafi sett hundinn ofan í íþróttatösku og sparkað töskunni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 12:58
Fjöldi manns á minningarvöku um Lúkas Yfir hundrað manns komu saman á Geirsnefi í Reykjavík þar sem haldin var kertavaka til að minnast hundsins Lúkasar sem drepinn var á hrottalegan hátt á Akureyri á dögunum. Ungir piltar settu hundinn sem hafði villst frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann var allur. 28. júní 2007 22:03