Landsstjórnin hyggst halda í ráðandi hlut 27. júní 2007 06:30 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir. Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst." Mikil eftirspurn var meðal fjárfesta eftir hlutabréfum í færeyska bankanum og var óskað eftir 26 földu magni þess sem í boði var. Miðað við lokagengi Føroya Banka í Kauphöllinni á mánudaginn hefur gengið hækkað um 34,9 prósent eftir skráninguna í síðustu viku og markaðsvirðið aukist um 7,5 milljarða. Bankinn er nú metinn á tæpa 29 milljarða. Eyðun telur ekki að bankinn hafi verið seldur á of lágu verði en vissulega kom gríðarleg eftirspurn til dæmis frá Íslandi, honum á óvart. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því hver viðbrögð fjárfesta verða en ég tel að útboðsgengið hafi verið sanngjarnt," segir hann en það var í verkahring Handelsbanken í Kaupmannahöfn að meta verðmæti bankans. Á næstu mánuðum mun koma í ljós hvort hækkunin helst en Eyðun segir það ekki óalgengt að spenna myndist þegar nýtt fyrirtæki fer á markað. Um helmingur alls þess hlutafjár sem var selt rann til Færeyinga og er talið líklegt að þarlendir fjárfestar ætli sér að byggja upp kjölfestu í bankanum fyrir komandi vöxt. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins lögðu seljendur á það áherslu að fag- og stofnanafjárfestar í Færeyjum sætu að bréfum í útboðinu. Fíggingargrunnurinn á 34 prósent í bankanum og tveir aðrir hluthafar fara yfir fimm prósent. Færeysku fjárfestingafélögin Sp/f Lago Foroyar og Sp/f Skrínið eiga hvort um sig 7,2 prósenta hlut. Færeyskir fagfjárfestar fengu að jafnaði fimmtung af því sem þeir föluðust eftir. Íslenskir kaupahéðnar fengu hins vegar mjög skertan hlut nema einna helst lífeyrissjóðirnir. Þannig fékk sá íslenski fjárfestir sem pantaði lágmarkshlut í fagfjárfestaútboðinu, um 2 milljónir danskra króna, að jafnaði um 45-50 þúsund danskar krónur í sinn hlut, eða rétt um 2,5 prósent af því sem óskað var eftir.
Viðskipti Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira