Ísland hefur allt að bjóða 27. júní 2007 01:15 Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands segir landið bjóða upp á bestu skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Geti fyrirtæki sparað tugi milljóna vegna lægri kostnaðar við kælingu á tölvubúnaði hér en í öðrum löndum. Markaðurinn/GVA Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður. Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður.
Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira