Yfirburðir Valsstúlkna í Kópavogi 26. júní 2007 04:00 Margrét Lára stýrir trylltum dansi Valsstúlkna eftir að hafa komið þeim yfir í fyrri hálfleiknum. fréttablaðið/rósa Valur gerði góða ferð í Kópavogi í brakandi blíðu í gær þar sem þær unnu Breiðablik 4-0. Valsstúlkur sóttu meira til að byrja með og Margrét Lára sýndi strax úr hverju hún er gerð með góðum tilþrifum þar sem hún bæði skapaði færi fyrir stöllur sínar auk þess sem hún kom sér sjálf í góðar stöður. Eftir að hafa farið illa með þrjú færi slökuðu Valsstúlkur á klónni og Blikar komust meira inn í leikinn. Valsstúlkur voru alltaf hættulegri og uppskáru veðrskuldað forystuna á 35. mínútu þegar Margrét Lára skoraði fallegt mark með viðstöðulausu skoti. Undir lok hálfleiksins vildu Blikar víti þegar Greta Mjöll Samúelsdóttir féll en hún fékk í staðinn gult spjald við litla kátínu áhorfenda. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en þegar tíu mínútur voru búnar hafði Margrét tvöfaldað forystu Vals með níunda marki sínu í sumar beint úr aukaspyrnu. Glæsilega gert hjá þessum frábæra leikmanni. Kathryn Moss, annar tveggja nýrra Bandarískra stúlkna í liði Blika fékk svo sitt annað gula spjald og skömmu síðar fór Greta Mjöll sömu leið. Nína Ósk Kristinsdóttir skaut í Blikastöngina í millitíðinni. Eftir þetta fjaraði undan leiknum og skemmtanagildið minnkaði til muna. Valsstúlkur voru mikið með boltann og sköpuðu sér nokkur fín færi og uppskáru loksins þriðja markið þegar Vanja Stefanovic skoraði með góðu skoti utan teigs. Nína Ósk Kristinsdóttir rak svo síðasta naglann í kistu Blikastúlkna með marki í uppbótartíma og verðskuldaður sigur Vals staðreynd. Valur er enn efst í deildinni með fullt hús stiga en KR er þeim jafnt að stigum eftir stórsigur á Þór/KA í gær. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, var brosmild í leikslok. „Maður býst aldrei við svona yfirburðum en við erum með gott lið og ef við spilum eins og við gerðum frá fyrstu mínútu hér í dag getum við unnið hvern sem er. Mér fannst við vera betri þegar það var jafnt í liðum en rauðu spjöldin gerðu útslagið. Ég var með nokkrar tæpar og þreyttar eftir landsleiki og ég er mjög ánægð með spilamennskuna,“ sagði Elísabet. Margrét Lára sýndi enn og aftur að hún er yfirburðarmaður í deildinni. Hún átti enn einn stórleikinn og hefur nú skorað níu mörk í fjórum leikjum. „Margrét er leikmaður í heimsklassa, við vitum það alveg. Það vilja allir hafa svona leikmann í liðinu sínu og við þökkum fyrir að hún er í Val. Hún er samt líka með frábæra leikmenn með sér, það má ekki gleyma því,“ sagði Elísabet. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, vandaði dómaranum ekki kveðjurnar eftir leikinn. „Þetta var furðulegasti leikmaður sem ég hef spilað, dómarinn eyðilagði leikinn. Hann spjaldaði bara okkar leikmenn þrátt fyrir eins brot á báða bóga. Ég kenni dómaranum ekki um tapið en mér fannst halla á okkur. Við vorum inni í leiknum í fyrri hálfleik en eftir að tvær voru reknar útaf gátum við lítið gert gegn hálfu A-landsliðinu. Við erum með ungt lið og það er verið að byggja upp. Við höldum ótrauðar áfram þrátt fyrir þetta,“ sagði Guðrún Sóley Gunnarsdóttir í leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Valur gerði góða ferð í Kópavogi í brakandi blíðu í gær þar sem þær unnu Breiðablik 4-0. Valsstúlkur sóttu meira til að byrja með og Margrét Lára sýndi strax úr hverju hún er gerð með góðum tilþrifum þar sem hún bæði skapaði færi fyrir stöllur sínar auk þess sem hún kom sér sjálf í góðar stöður. Eftir að hafa farið illa með þrjú færi slökuðu Valsstúlkur á klónni og Blikar komust meira inn í leikinn. Valsstúlkur voru alltaf hættulegri og uppskáru veðrskuldað forystuna á 35. mínútu þegar Margrét Lára skoraði fallegt mark með viðstöðulausu skoti. Undir lok hálfleiksins vildu Blikar víti þegar Greta Mjöll Samúelsdóttir féll en hún fékk í staðinn gult spjald við litla kátínu áhorfenda. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en þegar tíu mínútur voru búnar hafði Margrét tvöfaldað forystu Vals með níunda marki sínu í sumar beint úr aukaspyrnu. Glæsilega gert hjá þessum frábæra leikmanni. Kathryn Moss, annar tveggja nýrra Bandarískra stúlkna í liði Blika fékk svo sitt annað gula spjald og skömmu síðar fór Greta Mjöll sömu leið. Nína Ósk Kristinsdóttir skaut í Blikastöngina í millitíðinni. Eftir þetta fjaraði undan leiknum og skemmtanagildið minnkaði til muna. Valsstúlkur voru mikið með boltann og sköpuðu sér nokkur fín færi og uppskáru loksins þriðja markið þegar Vanja Stefanovic skoraði með góðu skoti utan teigs. Nína Ósk Kristinsdóttir rak svo síðasta naglann í kistu Blikastúlkna með marki í uppbótartíma og verðskuldaður sigur Vals staðreynd. Valur er enn efst í deildinni með fullt hús stiga en KR er þeim jafnt að stigum eftir stórsigur á Þór/KA í gær. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, var brosmild í leikslok. „Maður býst aldrei við svona yfirburðum en við erum með gott lið og ef við spilum eins og við gerðum frá fyrstu mínútu hér í dag getum við unnið hvern sem er. Mér fannst við vera betri þegar það var jafnt í liðum en rauðu spjöldin gerðu útslagið. Ég var með nokkrar tæpar og þreyttar eftir landsleiki og ég er mjög ánægð með spilamennskuna,“ sagði Elísabet. Margrét Lára sýndi enn og aftur að hún er yfirburðarmaður í deildinni. Hún átti enn einn stórleikinn og hefur nú skorað níu mörk í fjórum leikjum. „Margrét er leikmaður í heimsklassa, við vitum það alveg. Það vilja allir hafa svona leikmann í liðinu sínu og við þökkum fyrir að hún er í Val. Hún er samt líka með frábæra leikmenn með sér, það má ekki gleyma því,“ sagði Elísabet. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, vandaði dómaranum ekki kveðjurnar eftir leikinn. „Þetta var furðulegasti leikmaður sem ég hef spilað, dómarinn eyðilagði leikinn. Hann spjaldaði bara okkar leikmenn þrátt fyrir eins brot á báða bóga. Ég kenni dómaranum ekki um tapið en mér fannst halla á okkur. Við vorum inni í leiknum í fyrri hálfleik en eftir að tvær voru reknar útaf gátum við lítið gert gegn hálfu A-landsliðinu. Við erum með ungt lið og það er verið að byggja upp. Við höldum ótrauðar áfram þrátt fyrir þetta,“ sagði Guðrún Sóley Gunnarsdóttir í leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira