Kallað eftir þjóðhátíðarstemningu í Höllinni 17. júní 2007 10:15 fréttablaðið/alexandar djurovic Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón. Íslenski handboltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira