Kallað eftir þjóðhátíðarstemningu í Höllinni 17. júní 2007 10:15 fréttablaðið/alexandar djurovic Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón. Íslenski handboltinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira