Það er hægt að gera betur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 1. maí 2007 00:01 Í dag 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar, færi ég öllu launafólki baráttukveðjur okkar í Samfylkingunni og heiti sem fyrr fullum stuðningi í mikilvægu starfi að hagsmunum íslensks launafólks. Það er við hæfi á þessum degi að líta um öxl, sjá hvað vel hefur tekist og eins hvað er hægt að gera betur. Góðæri undanfarinna ára hefur skilað sér misjafnlega til launþega. Ýmsir hafa það betra en áður og því ber að fagna. Hitt er þó verra að eftir nokkurra ára samfelldan uppgang í samfélaginu hafa kjör margra versnað til muna, um 5.300 börn búa við fátækt og misskiptingin í þjóðfélaginu hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til skattastefnu stjórnvalda sem hafa valið að auka skattbyrði þeirra sem hafa lágar og miðlungstekjur en lækka skattbyrði þeirra sem mestar tekjur hafa. Þannig hafa barna- og vaxtabætur verið stórlega skertar og lífeyrisbætur og skattleysismörk hafa ekki hækkað í takt við launaþróun. Þegar ríkisstjórnin ákvað að lækka tekjuskatt á einstaklinga í áföngum á árunum 2005 til 2007 og afnema hátekjuskatt hefði átt að fara þá leið að hækka skattleysismörkin líkt og Samfylkingin benti á. Sú leið hefði komið öllum vel, aukið jöfnuð í samfélaginu og dregið úr misskiptingu. Það er sú leið sem við munum fara, fáum við til þess umboð í kosningunum. Í okkar ríka landi bíða þúsundir einstaklinga á biðlistum eftir úrlausn sinna mála. 400 aldraðir í brýnni þörf bíða eftir hjúkrunarrýmum, 900 aldraðir búa í þvingaðri samvist, 170 börn bíða eftir að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild, 276 börn með þroskafrávik bíða eftir greiningu Greiningarstöðvar ríkisins, sum allt upp í 3 ár og eiga að lokinni greiningu jafnvel fyrir höndum jafn langa bið eftir aðstoð. Þá eru ótaldir allir þeir sem bíða eftir annarri aðstoð heilbrigðiskerfisins s.s. hjartaþræðingu og liðskiptiaðgerðum en samtals telja biðlistar Landspítala háskólasjúkrahúss 3.145 manns. Þetta ástand er verkefni sem Samfylkingin vill takast á við og hefur þegar kynnt tillögur sínar að lausn vandans. Kynbundinn launamunur hefur staðið í stað allan þann tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd og þar birtist dugleysi ríkisstjórnarinnar. Það verður eitt helsta forgangsmál Samfylkingarinnar í ríkisstjórn að leiðrétta það óréttlæti sem felst í launamun kynjanna. Við viljum aflétta launaleynd og endurmeta störf hefðbundinna kvennastétta til launa eins og gert var í Reykjavíkurborg undir minni stjórn með góðum árangri. Við viljum einnig jafna hlut kvenna og karla í stjórnum og ráðum og í ráðherraliði Samfylkingarinnar verður jafnt hlutfall karla og kvenna. Við höfum sýnt fram á að það er hægt að gera betur. Vilji er allt sem þarf. Íslensk börn og ungmenni þurfa meiri tíma með foreldrum sínum. Við verðum að gera börnum og foreldrum kleift að eiga fleiri samverustundir. Íslenskir foreldrar vinna hins vegar eina lengstu vinnuviku í Evrópu og það kemur niður á fjölskyldulífinu. Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með margvíslegum aðgerðum s.s. hækkun barnabóta, lægra matarverði, afnámi stimpilgjalda á húsnæðislánum og ókeypis námsbókum í framhaldsskóla. Þá verður það eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar að leita samstarfs við samtök á vinnumarkaði um leiðir til að stytta virkan vinnutíma foreldra og auka sveigjanlegan vinnutíma þannig að fjölskylduábyrgð og atvinnuþátttaka fari betur saman. Fyrirtækin í landinu verða að setja börnin í forgang með sama hætti og stjórnvöld munu gera ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Þann 12. maí ákveða Íslendingar pólitískt landslag næstu fjögurra ára. Samfylkingin vill taka þátt í að móta það landslag á grundvelli sígildra hugsjóna jafnaðarflokka um heim allan. Hugsjóna um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Samfylkingin trúir á mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki hafi frelsi til athafna, en samhliða þarf að tryggja öllum jöfn tækifæri til að nýta þetta frelsi. Það gerist ekki síst með öflugu menntakerfi og velferðarkerfi fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að svo megi verða þarf að ná efnahagslegu jafnvægi á ný, bæta hag heimilanna, leiðrétta það mikla óréttlæti sem felst í launamisrétti kynjanna og bæta kjör þeirra lægst launuðu. Þau samfélög sem byggja á þessari sígildu sýn jafnaðarmanna hafa hvort tveggja í senn reynst vera réttlátustu samfélög heims og þau samkeppnishæfustu. Þannig samfélag vill Samfylkingin byggja upp. Það er hægt að gera betur. Þann 12. maí næstkomandi er tækifæri til að breyta, breytum rétt! Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Í dag 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar, færi ég öllu launafólki baráttukveðjur okkar í Samfylkingunni og heiti sem fyrr fullum stuðningi í mikilvægu starfi að hagsmunum íslensks launafólks. Það er við hæfi á þessum degi að líta um öxl, sjá hvað vel hefur tekist og eins hvað er hægt að gera betur. Góðæri undanfarinna ára hefur skilað sér misjafnlega til launþega. Ýmsir hafa það betra en áður og því ber að fagna. Hitt er þó verra að eftir nokkurra ára samfelldan uppgang í samfélaginu hafa kjör margra versnað til muna, um 5.300 börn búa við fátækt og misskiptingin í þjóðfélaginu hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til skattastefnu stjórnvalda sem hafa valið að auka skattbyrði þeirra sem hafa lágar og miðlungstekjur en lækka skattbyrði þeirra sem mestar tekjur hafa. Þannig hafa barna- og vaxtabætur verið stórlega skertar og lífeyrisbætur og skattleysismörk hafa ekki hækkað í takt við launaþróun. Þegar ríkisstjórnin ákvað að lækka tekjuskatt á einstaklinga í áföngum á árunum 2005 til 2007 og afnema hátekjuskatt hefði átt að fara þá leið að hækka skattleysismörkin líkt og Samfylkingin benti á. Sú leið hefði komið öllum vel, aukið jöfnuð í samfélaginu og dregið úr misskiptingu. Það er sú leið sem við munum fara, fáum við til þess umboð í kosningunum. Í okkar ríka landi bíða þúsundir einstaklinga á biðlistum eftir úrlausn sinna mála. 400 aldraðir í brýnni þörf bíða eftir hjúkrunarrýmum, 900 aldraðir búa í þvingaðri samvist, 170 börn bíða eftir að komast að hjá Barna- og unglingageðdeild, 276 börn með þroskafrávik bíða eftir greiningu Greiningarstöðvar ríkisins, sum allt upp í 3 ár og eiga að lokinni greiningu jafnvel fyrir höndum jafn langa bið eftir aðstoð. Þá eru ótaldir allir þeir sem bíða eftir annarri aðstoð heilbrigðiskerfisins s.s. hjartaþræðingu og liðskiptiaðgerðum en samtals telja biðlistar Landspítala háskólasjúkrahúss 3.145 manns. Þetta ástand er verkefni sem Samfylkingin vill takast á við og hefur þegar kynnt tillögur sínar að lausn vandans. Kynbundinn launamunur hefur staðið í stað allan þann tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd og þar birtist dugleysi ríkisstjórnarinnar. Það verður eitt helsta forgangsmál Samfylkingarinnar í ríkisstjórn að leiðrétta það óréttlæti sem felst í launamun kynjanna. Við viljum aflétta launaleynd og endurmeta störf hefðbundinna kvennastétta til launa eins og gert var í Reykjavíkurborg undir minni stjórn með góðum árangri. Við viljum einnig jafna hlut kvenna og karla í stjórnum og ráðum og í ráðherraliði Samfylkingarinnar verður jafnt hlutfall karla og kvenna. Við höfum sýnt fram á að það er hægt að gera betur. Vilji er allt sem þarf. Íslensk börn og ungmenni þurfa meiri tíma með foreldrum sínum. Við verðum að gera börnum og foreldrum kleift að eiga fleiri samverustundir. Íslenskir foreldrar vinna hins vegar eina lengstu vinnuviku í Evrópu og það kemur niður á fjölskyldulífinu. Samfylkingin vill bæta hag barnafjölskyldna með margvíslegum aðgerðum s.s. hækkun barnabóta, lægra matarverði, afnámi stimpilgjalda á húsnæðislánum og ókeypis námsbókum í framhaldsskóla. Þá verður það eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Samfylkingarinnar að leita samstarfs við samtök á vinnumarkaði um leiðir til að stytta virkan vinnutíma foreldra og auka sveigjanlegan vinnutíma þannig að fjölskylduábyrgð og atvinnuþátttaka fari betur saman. Fyrirtækin í landinu verða að setja börnin í forgang með sama hætti og stjórnvöld munu gera ef Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Þann 12. maí ákveða Íslendingar pólitískt landslag næstu fjögurra ára. Samfylkingin vill taka þátt í að móta það landslag á grundvelli sígildra hugsjóna jafnaðarflokka um heim allan. Hugsjóna um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Samfylkingin trúir á mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki hafi frelsi til athafna, en samhliða þarf að tryggja öllum jöfn tækifæri til að nýta þetta frelsi. Það gerist ekki síst með öflugu menntakerfi og velferðarkerfi fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að svo megi verða þarf að ná efnahagslegu jafnvægi á ný, bæta hag heimilanna, leiðrétta það mikla óréttlæti sem felst í launamisrétti kynjanna og bæta kjör þeirra lægst launuðu. Þau samfélög sem byggja á þessari sígildu sýn jafnaðarmanna hafa hvort tveggja í senn reynst vera réttlátustu samfélög heims og þau samkeppnishæfustu. Þannig samfélag vill Samfylkingin byggja upp. Það er hægt að gera betur. Þann 12. maí næstkomandi er tækifæri til að breyta, breytum rétt! Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun