Aukum lífsgæði um land allt Katrín Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2007 06:00 Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun