Aukum lífsgæði um land allt Katrín Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2007 06:00 Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Sjá meira
Enginn þarf að efast um að menntun er forsenda framfara í nútímanum. Við búum í öflugu samfélagi þar sem allar forsendur eru fyrir fjölbreyttu atvinnulífi. Til þess að við getum hins vegar tryggt gott samfélag um land allt skiptir máli að fólk búi alls staðar við jafngild tækifæri. Staðreyndin er hins vegar sú að svo er ekki. Þó að atvinnuástand hér á landi sé tiltölulega gott búa ekki allir við sömu samfélagsgæði. Foreldrar víða um land búa til dæmis við þær aðstæður að þurfa að senda börnin sín að heiman í framhaldsskóla. Í fyrsta lagi er þetta auðvitað mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur. Kannanir sýna að tilkostnaður við að senda ungling í framhaldsskóla á heimavist nemur 600-700 þúsund krónum á ári. Ef um dvöl námsmanns af landsbyggðinni í Reykjavík er að ræða, nemur þessi kostnaður 1.100 þúsund krónum á ári. Er þá ótalinn ýmiss annar kostnaður. Þó að veittur sé sérstakur dreifbýlisstyrkur vegna barna sem fara í framhaldsskóla er hann ekki nema hluti af þessum útgjöldum. Staðreyndin er sú að um 20% af heildarútgjöldum til fræðslumála er nú borið uppi af heimilum í landinu og nam sú fjárhæð tæpum 17 milljörðum króna árið 2005 og fer vaxandi. Í öðru lagi er auðvitað mörgum erfitt að senda börn sín að heiman 16 ára gömul til að fara í nám. Því miður er það svo að margar fjölskyldur ákveða jafnvel að flytja ef eitt eða fleiri börn eru í framhaldsskóla til þess að halda fjölskyldum saman. Staðreyndin er sú að börn búa lengur heima hjá sér en áður, ekki síst vegna þess að það er enginn hægðarleikur að koma þaki yfir höfuðið. Til þess þarf fólk að vera komið með reglubundnar tekjur og það á svo sannarlega ekki við um nemendur í framhaldsskóla eða þess vegna háskóla. Við Vinstri-græn teljum það mikilvægt forgangsverkefni að efla menntun um land allt og auka lífsgæði þeirra sem búa í dreifðum byggðum. Við viljum því að námskostnaður í framhaldsnámi verði jafnaður til fulls þannig að tekjulítið fólk í dreifbýli eigi sömu möguleika og aðrir að koma unglingum til mennta. Að sama skapi viljum við að sem flestum nemendum verði tryggt nám í heimahéraði til 18 ára aldurs, t.d. með því að byggja upp fjarnám og samvinnu framhaldsskóla. Nýtum tæknina til þess að auka lífsgæði og veita landsmönnum öllum jafngild tækifæri.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík Norður.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun